„Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2025 19:17 Ísak Bergmann Jóhannesson fylgist með sveitunga sínum, Hákoni Arnari Haraldssyni, láta vaða á mark Aserbaísjan. getty/Aziz Karimov Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. „Þetta var mjög þroskuð frammistaða. Við töluðum um að við þyrftum ekki að vinna fimm eða sex núll. Við unnum 2-0, héldum hreinu, skoruðum eftir fast leikatriði og þetta var mjög þroskuð frammistaða,“ sagði Ísak í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Bakú. Klippa: Viðtal við Ísak Bergmann Ísak lagði fyrra mark Íslands upp fyrir Albert Guðmundsson. Hann átti þá hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Aserbaísjan á Fiorentina-manninn sem skoraði. „Í morgun sagði ég við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat. Svo sá ég hann aleinan inni í teig. Hann er það góður í fótbolta að hann finnur alltaf pláss og ég reyni að finna hann,“ sagði Ísak. Íslendingar voru 0-2 yfir í hálfleik og tóku lífinu með nokkurri ró í seinni hálfleik, að skipan landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. „Eins og Arnar sagði fyrir leik þurfum við ekki að koma hingað og spila einhvern geggjaðan fótbolta, þótt við höfum gert það í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta aðeins erfiðara en við lokuðum leiknum 0-2 og þetta var bara flott,“ sagði Ísak. Frakkland og Úkraína mætast seinna í kvöld en úrslitin í þeim leik stjórna því hvort Íslandi dugi jafntefli í úrslitaleiknum á sunnudaginn eða þurfi að vinna. Ísak segir að Íslendingar ætli að vaka eftir leik Frakka og Úkraínumanna. „Arnar fær sér kannski rauðvín og steik en það er bara einbeiting hjá okkur. Við njótum þess að horfa á hann og sjáum hvað gerist,“ sagði Ísak að endingu. Horfa má á viðtalið við Ísak í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
„Þetta var mjög þroskuð frammistaða. Við töluðum um að við þyrftum ekki að vinna fimm eða sex núll. Við unnum 2-0, héldum hreinu, skoruðum eftir fast leikatriði og þetta var mjög þroskuð frammistaða,“ sagði Ísak í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Bakú. Klippa: Viðtal við Ísak Bergmann Ísak lagði fyrra mark Íslands upp fyrir Albert Guðmundsson. Hann átti þá hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Aserbaísjan á Fiorentina-manninn sem skoraði. „Í morgun sagði ég við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat. Svo sá ég hann aleinan inni í teig. Hann er það góður í fótbolta að hann finnur alltaf pláss og ég reyni að finna hann,“ sagði Ísak. Íslendingar voru 0-2 yfir í hálfleik og tóku lífinu með nokkurri ró í seinni hálfleik, að skipan landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. „Eins og Arnar sagði fyrir leik þurfum við ekki að koma hingað og spila einhvern geggjaðan fótbolta, þótt við höfum gert það í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta aðeins erfiðara en við lokuðum leiknum 0-2 og þetta var bara flott,“ sagði Ísak. Frakkland og Úkraína mætast seinna í kvöld en úrslitin í þeim leik stjórna því hvort Íslandi dugi jafntefli í úrslitaleiknum á sunnudaginn eða þurfi að vinna. Ísak segir að Íslendingar ætli að vaka eftir leik Frakka og Úkraínumanna. „Arnar fær sér kannski rauðvín og steik en það er bara einbeiting hjá okkur. Við njótum þess að horfa á hann og sjáum hvað gerist,“ sagði Ísak að endingu. Horfa má á viðtalið við Ísak í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira