Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 10:02 Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar náðu heldur betur að pirra Cristiano Ronaldo í gær. Getty/Charles McQuillan Cristiano Ronaldo er í verulegri hættu á að byrja heimsmeistaramótið 2026 í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sínum þegar Portúgal tapaði í gær 2-0 fyrir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í Írlandi. Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira