Viðskipti innlent

Kári lætur af störfum sem for­stjóri PCC á Bakka

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kári Marís Guðmundsson er fráfarandi forstjóri PCC á Bakka.
Kári Marís Guðmundsson er fráfarandi forstjóri PCC á Bakka. SÝN

Kári Marís Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri kísilverksmiðjunnar PCC á Bakka næstu mánaðarmót. Kristín Anna Hreinsdóttir mun taka við stöðunni á meðan rekstrarstöðvun félagsins stendur.

Kristín Anna er fjármálastjóri fyrirtækisins og mun hún sinna því starfi samhliða forstjórastarfinu næstu mánuði. Hún hóf störf fyrst hjá félaginu sem fjármálastjóri árið 2017.

„Vegna erfiðleika á kísilmörkuðum ákvað stjórn félagsins að stöðva resktur verksmiðjunnar tímabundið og hefur svo verið frá 20. júlí síðastliðnum. Undanfarna mánuði hefur mikil og krefjandi vinna verið unnin við að draga úr umsvifum, meta stöðu félagsins og meta mögulegar aðgerðir,“ segir í tilkynningu frá PCC.

Kári Marís mun halda áfram að starfa fyrir fyrirtækið sem sérstakur ráðgjafi. Hann kemur til með að vinna með stjórnendum til að koma rekstri félagsins í gang á ný, meðal annars með því að sinna verkefnum tengdum tollamáum.

Flestöllu starfsfólki fyrirtækisins hefur verið sagt upp í kjölfar rekstrarstöðvunar fyrirtækisins. Málið varðar tolla Evrópusambandsins á kísilmálm sem fyrirtækið framkvæmir en fyrr í vikunni var greint frá að framkvæmdastjórn ESB vill ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollunum.


Tengdar fréttir

Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×