Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar 14. nóvember 2025 13:00 Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun