Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 13:33 Norðurmunni Strákaganga, norðan Siglufjarðar. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. Sýn Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar en frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember næstkomandi. Tengingin næði milli Stafár í Fljótum og við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun á næstu vikum mæla fyrir uppfærðri samgönguáætlun og hefur ráðherrann sagst ekki vera bundinn af samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar þar sem gert var ráð fyrir að Fjarðaheiðargöng yrðu næstu jarðgöng sem boruð yrðu á Íslandi. Hann sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni að hann vildi að byrjað verði að bora fyrir næstu jarðgöngum á Íslandi árið 2027. Eyjólfur vildi þó ekki gefa upp hvar það yrði. Í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboði í for- og verkhönnun Fljótaganga, aðliggjandi vega og gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. „Innifalið í verkefninu er m.a. hönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, eins áningarstaðar, einna undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, gerð verklýsingar fyrir útboðsgögn verkframkvæmdar og gerð skýrslu fyrir mat á umhverfisáhrifum. Aðlögun núverandi tenginga og heimreiða að nýjum vegi er hluti af verkinu. Yfirlitsmynd verkefnis í heild á frumdragastigiVegagerðin Jarðgöngin og vegurinn kemur í stað Strákaganga og vegar um Almenninga. Með framkvæmd styttist leiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar um u.þ.b. 14 km og leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 km. Árið 2019 var unnin frumkönnun á jarðgangakostum. Jarðgrunnsrannsóknir við munnasvæði í fóru fram árin 2024 og 2025. Fleiri rannsóknir voru gerðar á árinu 2025. Vegagerðin Í útboðsgögnum kemur fram að verkið felst í for- og verkhönnun á Siglufjarðarvegi (76) milli Stafár í Fljótum og að tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um ræðir um 24 km nýja vegagerð, þar með talið 5,3 km löng jarðgöng á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals ásamt tveimur brúm. For- og verkhönnun er hægt að skipta niður í eftirfarandi hluta: Nýr vegur um Fljót frá Stafá að Ketilási, um 13 km leið í og við núverandi vegstæði. Ný brú yfir Flókadalsá, u.þ.b. 45 m löng auk vinnu við frumdrög. Tvö ný vegamót við Ketilás. Annars vegar við núverandi Siglufjarðarveg (76) sem liggur norður eftir Miklavatni og hins vegar við Ólafsfjarðarveg (82) sem verður færður austur fyrir Ketilás á um 700 m löngum kafla. Ný brú yfir Brúnastaðaá, u.þ.b. 14 m löng auk vinnu við frumdrög. Nýr 3,0 km langur vegur frá Ketilási að Fljótagöngum. Ný jarðgöng um 5,3 km löng milli Nautadals í Fljótum og Hólsdal í Siglufirði. Í forhönnun skal staðsetning jarðgangamunna ákvarðast. Í Hólsdal koma munnastaðsetningar til greina bæði sunnan við og norðan við Selá. Nýr vegur frá gangamunna í Hólsdal að núverandi Siglufjarðarvegi, um 2,7 km langur. Í Hólsdal er þverun Fjarðarár með brú eða ræsum ásamt tengingum við skipulagt útivistarsvæði Fjallabyggðar. Undirgöng í Hólsdal fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð. Hringtorg við Siglufjörð og tilheyrandi aðlögun að aðliggjandi vegum. Gerð umhverfismatsskýrslu. Gerð kynningar- og þingslýsingaruppdrátta vegna samninga við landeigendur. Gerð útboðsgagna fyrir verkframkvæmd,“ segir í tilkynniingunni. Jarðgöng á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Vegagerð Tengdar fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar en frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember næstkomandi. Tengingin næði milli Stafár í Fljótum og við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun á næstu vikum mæla fyrir uppfærðri samgönguáætlun og hefur ráðherrann sagst ekki vera bundinn af samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar þar sem gert var ráð fyrir að Fjarðaheiðargöng yrðu næstu jarðgöng sem boruð yrðu á Íslandi. Hann sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni að hann vildi að byrjað verði að bora fyrir næstu jarðgöngum á Íslandi árið 2027. Eyjólfur vildi þó ekki gefa upp hvar það yrði. Í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboði í for- og verkhönnun Fljótaganga, aðliggjandi vega og gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. „Innifalið í verkefninu er m.a. hönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, eins áningarstaðar, einna undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, gerð verklýsingar fyrir útboðsgögn verkframkvæmdar og gerð skýrslu fyrir mat á umhverfisáhrifum. Aðlögun núverandi tenginga og heimreiða að nýjum vegi er hluti af verkinu. Yfirlitsmynd verkefnis í heild á frumdragastigiVegagerðin Jarðgöngin og vegurinn kemur í stað Strákaganga og vegar um Almenninga. Með framkvæmd styttist leiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar um u.þ.b. 14 km og leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 km. Árið 2019 var unnin frumkönnun á jarðgangakostum. Jarðgrunnsrannsóknir við munnasvæði í fóru fram árin 2024 og 2025. Fleiri rannsóknir voru gerðar á árinu 2025. Vegagerðin Í útboðsgögnum kemur fram að verkið felst í for- og verkhönnun á Siglufjarðarvegi (76) milli Stafár í Fljótum og að tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um ræðir um 24 km nýja vegagerð, þar með talið 5,3 km löng jarðgöng á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals ásamt tveimur brúm. For- og verkhönnun er hægt að skipta niður í eftirfarandi hluta: Nýr vegur um Fljót frá Stafá að Ketilási, um 13 km leið í og við núverandi vegstæði. Ný brú yfir Flókadalsá, u.þ.b. 45 m löng auk vinnu við frumdrög. Tvö ný vegamót við Ketilás. Annars vegar við núverandi Siglufjarðarveg (76) sem liggur norður eftir Miklavatni og hins vegar við Ólafsfjarðarveg (82) sem verður færður austur fyrir Ketilás á um 700 m löngum kafla. Ný brú yfir Brúnastaðaá, u.þ.b. 14 m löng auk vinnu við frumdrög. Nýr 3,0 km langur vegur frá Ketilási að Fljótagöngum. Ný jarðgöng um 5,3 km löng milli Nautadals í Fljótum og Hólsdal í Siglufirði. Í forhönnun skal staðsetning jarðgangamunna ákvarðast. Í Hólsdal koma munnastaðsetningar til greina bæði sunnan við og norðan við Selá. Nýr vegur frá gangamunna í Hólsdal að núverandi Siglufjarðarvegi, um 2,7 km langur. Í Hólsdal er þverun Fjarðarár með brú eða ræsum ásamt tengingum við skipulagt útivistarsvæði Fjallabyggðar. Undirgöng í Hólsdal fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð. Hringtorg við Siglufjörð og tilheyrandi aðlögun að aðliggjandi vegum. Gerð umhverfismatsskýrslu. Gerð kynningar- og þingslýsingaruppdrátta vegna samninga við landeigendur. Gerð útboðsgagna fyrir verkframkvæmd,“ segir í tilkynniingunni.
Jarðgöng á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Vegagerð Tengdar fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56