Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2025 14:26 Matt Gaetz, fyrrverandi þingmaður, á kosningafundi Donalds Trump í fyrra. EPA/ERIK S. LESSER Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu. Árið 2017, þegar stúlkan var sautján ára gömul, vildi hún reyna að safna sér peningum fyrir tannréttingum. Því skráði hún sig á síðu sem paraði saman menn í leit að „samneyti“ með ungum konum sem vantaði peninga og þóttist hún vera átján ára, samkvæmt frétt New York Times. Nokkrum árum síðar var Gaetz rannsakaður vegna gruns um að hann hefði haft mök við stúlkuna og mögulega brotið lög gegn mannsali en hann var ekki ákærður. Gaetz og þáverandi pólitískur bandamaður hans, Joel Greenberg, voru grunaðir um að greiða ungum konum og vændiskonum peninga eða gefa þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Greenberg sagði í skjali þar sem hann gekkst við sekt að hann hefði greitt konum og í einu tilfelli stúlku undir lögaldri fyrir að hafa mök við hann sjálfan og aðra menn. Eftir rannsókn siðferðisnefndar fulltrúadeildarinnar komust þingmenn þar að þeirri niðurstöðu að margt benti til þess að þingmaðurinn hefði haft mök við stúlkuna en það byggði meðal annars á vitnisburði frá henni. Þá hafði hún sagt þingmönnum að Gaetz hefði greitt henni fyrir kynlíf, sem væri samkvæmt lögum Flórída skilgreint sem nauðgun. Stúlkan í viðkvæmri stöðu Þó mál Gaetz hafi verið mikið til umfjöllunar vestanhafs og víðar, og þá sérstaklega í kringum tilnefningu hans til embættis dómsmálaráðherra, var lítið fjallað um málefni stúlkunnar þáverandi. Í frétt NYT segir að í síðasta mánuði hafi dómari svipt hulunni af dómsskjölum sem varpi ljósi á hana og bakgrunn hennar. Þar er henni meðal annars lýst sem sautján ára heimilislausri skólastúlku þegar hún kynntist Gaetz fyrst. Blaðamenn höfðu í kjölfarið samband við lögmann hennar sem staðfesti frekari upplýsingar um hana og sagði að konan teldi sjálf að almenningur ætti að hafa betri skilning á því í hversu viðkvæmri stöðu hún var í á þessum tíma. Laura B. Wolf, lögmaður konunnar, sagði í samtali við NYT að konan hefði haft lítið sem ekkert fjárhagslegt sjálfstæði á þessum tíma og það hafi gefið Gaetz og öðrum mikið vald yfir henni. Aldur hennar hefði einnig spilað inn í. Í textaskilaboðum til blaðamanna sagðist Gaetz aldrei hafa haft mök við hana. Hann sagði að hún hefði hótað því að höfða mál gegn honum ef hann greiddi henni ekki 2,3 milljónir dala og að eina ástæðan fyrir því að hún gerði það ekki væri að saga hennar væri ósönn. Leitaði að „sykurpabba“ Í upphafi árs 2017 voru foreldrar stúlkunnar þáverandi skildir. Þegar stúlkan bjó hjá öðru foreldrinu var það í skýli fyrir heimilislausa. Á þessum tíma vann hún einnig í McDonalds til að verða sér út um peninga. Hún skráði sig einnig á svokallaða síðu sem gekk út á að tengja ungar konur við svokallaða „sykurpabba“. Í einföldu máli sagt snýst það að mestu um að ungar konur sofi hjá eldri mönnum fyrir peninga eða aðrar gjafir. Það var í gegnum þá síðu sem hún kynntist Greenberg, vini Gaetz. Samkvæmt dómsskjölum hafði Greenberg sjö sinnum mök við stúlkuna fyrir peninga, áður en hún varð átján ára gömul. Í júlí 2017 bauð Greenberg henni og öðrum konum í partí heima hjá ríkisþingmanni Flórída. Í dómsskjölum hefur þessu teiti verið lýst á þann veg að þar hafi verið boðið upp á áfengi og kókaín og það hafi verið sótt af miðaldra mönnum og ungum fallegum konum. Gaetz sótti teitið ásamt þáverandi kærustu sinni. Við vitnisburð sagðist hún hafa neytt áfengis og kókaíns og alsælu í partíinu. Hún hafi einnig dansað nakin fyrir framan áðurnefndan ríkisþingmann og synt nakin í sundlaug hans. Þá segir hún að Gaetz hafi tvisvar sinnum haft mök við hana þar og að ríkisþingmaðurinn hafi orðið vitni að því. Hann heitir Chris Dorworth og hélt því fram að hann hefði ekki verið heima þetta kvöld en símagögn sem opinberuð voru í dómsal gáfu til kynna að hann hefði verið þarna. Konan sagði að hún hefði séð Gaetz neyta kókaíns og að hún hefði fengið fjögur hundruð dali fyrir að mæta í partíið. Greenberg dæmdur í tíu ár Hún flutti síðar það ár til Texas en nokkrum árum síðar var Greenberg til rannsóknar vegna ótengds máls og komust lögregluþjónar þá á snoðir um samskipti hans við stúlkuna. Við rannsókn þess máls beindust spjót lögreglunnar einnig að Gaetz og öðrum. Greenberg játaði sekt við því að hafa mök við ólögráða einstakling og að hafa brotið lög gegn mansali. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi. Eins og áður segir var Gaetz ekki ákærður. NYT segir að í lok árs 2022 hafi lögmaður konunnar sent Gatz og Dorworth bréf og spurt hvort þeir væru tilbúnir til að gera samkomulag við hana. Hún höfðaði aldrei mál gegn þeim en Dorworth höfðaði mál gegn henni. Hann hætti málsrekstrinum að endingu en vitnisburður og sönnunargögn úr því máli enduðu í höndum þingmanna sem rannsökuðu Gaetz. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Árið 2017, þegar stúlkan var sautján ára gömul, vildi hún reyna að safna sér peningum fyrir tannréttingum. Því skráði hún sig á síðu sem paraði saman menn í leit að „samneyti“ með ungum konum sem vantaði peninga og þóttist hún vera átján ára, samkvæmt frétt New York Times. Nokkrum árum síðar var Gaetz rannsakaður vegna gruns um að hann hefði haft mök við stúlkuna og mögulega brotið lög gegn mannsali en hann var ekki ákærður. Gaetz og þáverandi pólitískur bandamaður hans, Joel Greenberg, voru grunaðir um að greiða ungum konum og vændiskonum peninga eða gefa þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Greenberg sagði í skjali þar sem hann gekkst við sekt að hann hefði greitt konum og í einu tilfelli stúlku undir lögaldri fyrir að hafa mök við hann sjálfan og aðra menn. Eftir rannsókn siðferðisnefndar fulltrúadeildarinnar komust þingmenn þar að þeirri niðurstöðu að margt benti til þess að þingmaðurinn hefði haft mök við stúlkuna en það byggði meðal annars á vitnisburði frá henni. Þá hafði hún sagt þingmönnum að Gaetz hefði greitt henni fyrir kynlíf, sem væri samkvæmt lögum Flórída skilgreint sem nauðgun. Stúlkan í viðkvæmri stöðu Þó mál Gaetz hafi verið mikið til umfjöllunar vestanhafs og víðar, og þá sérstaklega í kringum tilnefningu hans til embættis dómsmálaráðherra, var lítið fjallað um málefni stúlkunnar þáverandi. Í frétt NYT segir að í síðasta mánuði hafi dómari svipt hulunni af dómsskjölum sem varpi ljósi á hana og bakgrunn hennar. Þar er henni meðal annars lýst sem sautján ára heimilislausri skólastúlku þegar hún kynntist Gaetz fyrst. Blaðamenn höfðu í kjölfarið samband við lögmann hennar sem staðfesti frekari upplýsingar um hana og sagði að konan teldi sjálf að almenningur ætti að hafa betri skilning á því í hversu viðkvæmri stöðu hún var í á þessum tíma. Laura B. Wolf, lögmaður konunnar, sagði í samtali við NYT að konan hefði haft lítið sem ekkert fjárhagslegt sjálfstæði á þessum tíma og það hafi gefið Gaetz og öðrum mikið vald yfir henni. Aldur hennar hefði einnig spilað inn í. Í textaskilaboðum til blaðamanna sagðist Gaetz aldrei hafa haft mök við hana. Hann sagði að hún hefði hótað því að höfða mál gegn honum ef hann greiddi henni ekki 2,3 milljónir dala og að eina ástæðan fyrir því að hún gerði það ekki væri að saga hennar væri ósönn. Leitaði að „sykurpabba“ Í upphafi árs 2017 voru foreldrar stúlkunnar þáverandi skildir. Þegar stúlkan bjó hjá öðru foreldrinu var það í skýli fyrir heimilislausa. Á þessum tíma vann hún einnig í McDonalds til að verða sér út um peninga. Hún skráði sig einnig á svokallaða síðu sem gekk út á að tengja ungar konur við svokallaða „sykurpabba“. Í einföldu máli sagt snýst það að mestu um að ungar konur sofi hjá eldri mönnum fyrir peninga eða aðrar gjafir. Það var í gegnum þá síðu sem hún kynntist Greenberg, vini Gaetz. Samkvæmt dómsskjölum hafði Greenberg sjö sinnum mök við stúlkuna fyrir peninga, áður en hún varð átján ára gömul. Í júlí 2017 bauð Greenberg henni og öðrum konum í partí heima hjá ríkisþingmanni Flórída. Í dómsskjölum hefur þessu teiti verið lýst á þann veg að þar hafi verið boðið upp á áfengi og kókaín og það hafi verið sótt af miðaldra mönnum og ungum fallegum konum. Gaetz sótti teitið ásamt þáverandi kærustu sinni. Við vitnisburð sagðist hún hafa neytt áfengis og kókaíns og alsælu í partíinu. Hún hafi einnig dansað nakin fyrir framan áðurnefndan ríkisþingmann og synt nakin í sundlaug hans. Þá segir hún að Gaetz hafi tvisvar sinnum haft mök við hana þar og að ríkisþingmaðurinn hafi orðið vitni að því. Hann heitir Chris Dorworth og hélt því fram að hann hefði ekki verið heima þetta kvöld en símagögn sem opinberuð voru í dómsal gáfu til kynna að hann hefði verið þarna. Konan sagði að hún hefði séð Gaetz neyta kókaíns og að hún hefði fengið fjögur hundruð dali fyrir að mæta í partíið. Greenberg dæmdur í tíu ár Hún flutti síðar það ár til Texas en nokkrum árum síðar var Greenberg til rannsóknar vegna ótengds máls og komust lögregluþjónar þá á snoðir um samskipti hans við stúlkuna. Við rannsókn þess máls beindust spjót lögreglunnar einnig að Gaetz og öðrum. Greenberg játaði sekt við því að hafa mök við ólögráða einstakling og að hafa brotið lög gegn mansali. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi. Eins og áður segir var Gaetz ekki ákærður. NYT segir að í lok árs 2022 hafi lögmaður konunnar sent Gatz og Dorworth bréf og spurt hvort þeir væru tilbúnir til að gera samkomulag við hana. Hún höfðaði aldrei mál gegn þeim en Dorworth höfðaði mál gegn henni. Hann hætti málsrekstrinum að endingu en vitnisburður og sönnunargögn úr því máli enduðu í höndum þingmanna sem rannsökuðu Gaetz.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira