Minni tekjur góðar fréttir Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 11:27 Daði Már fjármála- og efnahagsráðherra var að vonast eftir minni tekjum af sölu nikótínvara. Vísir/Ívar Fannar Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á rafrettuvökva og nikótinpúða eru helmingi minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjármálaráðherra segir góðar fréttir að tekjurnar séu minni en gert var ráð fyrir. Í mati fjármálaráðuneytisins frá október í fyrra var gert ráð fyrir að tekjur vegna gjaldtöku á nikótínvörur næmu sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðuneytisins sem birtist í gær kemur hins vegar fram að tekjurnar séu endurmetnar tæplega tveimur milljörðum minni. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár var gert ráð fyrir því að tekjurnar yrðu 4,6 milljarðar, hálfum milljarði meiri en í ár, en áætlunin hefur nú verið lækkuð enn frekar og nú gert ráð fyrir tekjum upp á 4,2 milljarða. Engin vonbrigði Frávikið er til skoðunar í ráðuneytinu en Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta alls engin vonbrigði. „Við vonuðumst einmitt eftir því að þær yrðu minni. Markmiðið með að leggja gjöld á þessa vöru og margt sambærilegt, til dæmis áfengi, er að hafa áhrif á neyslu. Það eru neikvæðar afleiðingar af neyslunni þannig að hún sé að dragast saman eru góðar fréttir,“ segir Daði. Ætlar ekki að hækka gjaldið Í minnisblaði ráðuneytisins segir að verulegt misræmi sé milli vísbendinga um þróun neyslu annars vegar og innflutts magns hins vegar. Í niðurstöðum könnunar Landlæknis sést að nikótínnotkun fari lítillega minnkandi milli ára, en ekki nægilega mikið til að útskýra helmingslækkun. Mögulegt er að söluaðilar hafi komið sér upp um lager af púðum áður en gjöldin voru sett á. „Svona heilt á litið tel ég að allar vísbendingar um minni neyslu séu á endanum jákvæðar vísbendingar,“ segir Daði. Er eitthvað til skoðunar að hækka gjaldið enn meira? „Nei.“ Skattar, tollar og gjöld Nikótínpúðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Í mati fjármálaráðuneytisins frá október í fyrra var gert ráð fyrir að tekjur vegna gjaldtöku á nikótínvörur næmu sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðuneytisins sem birtist í gær kemur hins vegar fram að tekjurnar séu endurmetnar tæplega tveimur milljörðum minni. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár var gert ráð fyrir því að tekjurnar yrðu 4,6 milljarðar, hálfum milljarði meiri en í ár, en áætlunin hefur nú verið lækkuð enn frekar og nú gert ráð fyrir tekjum upp á 4,2 milljarða. Engin vonbrigði Frávikið er til skoðunar í ráðuneytinu en Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta alls engin vonbrigði. „Við vonuðumst einmitt eftir því að þær yrðu minni. Markmiðið með að leggja gjöld á þessa vöru og margt sambærilegt, til dæmis áfengi, er að hafa áhrif á neyslu. Það eru neikvæðar afleiðingar af neyslunni þannig að hún sé að dragast saman eru góðar fréttir,“ segir Daði. Ætlar ekki að hækka gjaldið Í minnisblaði ráðuneytisins segir að verulegt misræmi sé milli vísbendinga um þróun neyslu annars vegar og innflutts magns hins vegar. Í niðurstöðum könnunar Landlæknis sést að nikótínnotkun fari lítillega minnkandi milli ára, en ekki nægilega mikið til að útskýra helmingslækkun. Mögulegt er að söluaðilar hafi komið sér upp um lager af púðum áður en gjöldin voru sett á. „Svona heilt á litið tel ég að allar vísbendingar um minni neyslu séu á endanum jákvæðar vísbendingar,“ segir Daði. Er eitthvað til skoðunar að hækka gjaldið enn meira? „Nei.“
Skattar, tollar og gjöld Nikótínpúðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira