Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2025 23:39 Logi Már Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Sýn Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum
Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira