Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2025 12:00 Malinovskyi var hress þegar Sýn Sport tók hann tali í Varsjá. Vísir/Sigurður Ruslan Malinovskyi er klár í slaginn með Úkraínu fyrir leik dagsins við Ísland. Það eru ekki frábærar fréttir fyrir Ísland, en hann er að stíga upp úr meiðslum, hvíldi gegn Frökkum og vonast til að Úkraínumenn endurtaki leikinn frá 5-3 sigrinum í Laugardal í október. Malinovskyi skoraði tvö frábær mörk í leiknum í Laugardal þar sem Ísland lauk báðum hálfleikjum agalega. Staðan var 1-1 á 44. mínútu en 3-1 fyrir Úkraínu í hálfleik. Ísland sýndi karakter og jafnaði 3-3 en tvö mörk á 85. og 88. mínútu innsigluðu 5-3 útisigur Úkraínumanna. Klippa: Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Malinovskyi þekkir vel að vinna íslenska liðið og er að mæta því í fjórða sinn í dag, eftir þrjá sigra af þremur hingað til. „Mér líður frábærlega. Þetta er í fjórða skipti sem ég mæti Íslandi. Við berum virðingu fyrir þeim. Ég spilaði með Alberti og spila núna með Mikael Agli. Við vitum hversu sterkt lið þetta er. Við sáum það í Reykjavík. Þetta verður erfiður leikur,“ segir Malinovskyi sem er samherji Mikaels Egils Ellertssonar hjá Genoa en lék áður með Alberti Guðmundssyni þar. Hafa þarf sérstakar gætur á Alberti sem skoraði gegn Úkraínu í síðasta mánuði og einnig í umspilsleik við liðið fyrir EM, þar sem Úkraína vann. „Hann hefur skipt sköpum í síðustu leikjum. Hann hefur skorað þrjú mörk gegn okkur. Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Ég þekki hann vel. Ég vona okkar vegna að hann verði ekki upp á sitt besta. Ég óska honum betra gengis hjá Fiorentina,“ segir Malinovskyi og hlær. Leikurinn verður ekki einfaldur að sögn úkraínska reynsluboltans. „Lykillinn er að við séum þéttir og samheldnir. Spilum alla þætti leiksins vel, bæði sóknarlega og varnarlega. Við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Þeir skoruðu eftir fast leikatriði gegn Aserbaísjan. Þeir eiga leikmenn sem eru sterkir líkamlega og við þurfum að passa okkur á því,“ segir Malinovskyi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila. 15. nóvember 2025 20:15 Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu. 15. nóvember 2025 17:58 „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. 15. nóvember 2025 16:52 Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 15:45 Tólfan boðar til partýs í Varsjá Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 14:00 Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. 15. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Malinovskyi skoraði tvö frábær mörk í leiknum í Laugardal þar sem Ísland lauk báðum hálfleikjum agalega. Staðan var 1-1 á 44. mínútu en 3-1 fyrir Úkraínu í hálfleik. Ísland sýndi karakter og jafnaði 3-3 en tvö mörk á 85. og 88. mínútu innsigluðu 5-3 útisigur Úkraínumanna. Klippa: Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Malinovskyi þekkir vel að vinna íslenska liðið og er að mæta því í fjórða sinn í dag, eftir þrjá sigra af þremur hingað til. „Mér líður frábærlega. Þetta er í fjórða skipti sem ég mæti Íslandi. Við berum virðingu fyrir þeim. Ég spilaði með Alberti og spila núna með Mikael Agli. Við vitum hversu sterkt lið þetta er. Við sáum það í Reykjavík. Þetta verður erfiður leikur,“ segir Malinovskyi sem er samherji Mikaels Egils Ellertssonar hjá Genoa en lék áður með Alberti Guðmundssyni þar. Hafa þarf sérstakar gætur á Alberti sem skoraði gegn Úkraínu í síðasta mánuði og einnig í umspilsleik við liðið fyrir EM, þar sem Úkraína vann. „Hann hefur skipt sköpum í síðustu leikjum. Hann hefur skorað þrjú mörk gegn okkur. Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Ég þekki hann vel. Ég vona okkar vegna að hann verði ekki upp á sitt besta. Ég óska honum betra gengis hjá Fiorentina,“ segir Malinovskyi og hlær. Leikurinn verður ekki einfaldur að sögn úkraínska reynsluboltans. „Lykillinn er að við séum þéttir og samheldnir. Spilum alla þætti leiksins vel, bæði sóknarlega og varnarlega. Við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Þeir skoruðu eftir fast leikatriði gegn Aserbaísjan. Þeir eiga leikmenn sem eru sterkir líkamlega og við þurfum að passa okkur á því,“ segir Malinovskyi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila. 15. nóvember 2025 20:15 Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu. 15. nóvember 2025 17:58 „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. 15. nóvember 2025 16:52 Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 15:45 Tólfan boðar til partýs í Varsjá Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 14:00 Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. 15. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila. 15. nóvember 2025 20:15
Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu. 15. nóvember 2025 17:58
„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. 15. nóvember 2025 16:52
Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 15:45
Tólfan boðar til partýs í Varsjá Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu. 15. nóvember 2025 14:00
Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. 15. nóvember 2025 12:15