Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 11:37 Einn þessara oddviti trónir á toppnum hvað varðar mætingu á borgarstjórnarfundi á árinu. Samsett Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta. Skrifstofa borgarstjórnar tók saman mætingu borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi síðustu ára eftir að beiðni um birtingu barst frá Mörtu Guðjónsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í forsætisnefnd. Af oddvitum flokkanna í borgarstjórn er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, svokölluð mætingardrottning ársins 2025. Hún mætti á alla fundina en í tvö skipti var hún viðstödd einungis hálfan fundinn. Samtals missti hún af einum borgarstjórnarfundi af þeim sautján sem haldnir hafa verið á árinu. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, deila öðru til fjórða sæti. Samtals missti hvert þeirra af tveimur borgarstjórnarfundum, en bæði Einar og Hildur voru tvisvar sinnum viðstödd hálfan fund. Öll fjögur ætla að bjóða aftur fram krafta sína í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, hreppir fimmta sætið með því að mæta á samtals fjórtán fundi. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig aftur fram sem oddviti. „Ég hef sagt flokksfélögum mínum að ég vilji gjarnan minnka við mig vegna aldurs svo oddvitastaða er ekki draumastaða hjá mér heldur styðja og vera með í baráttunni fyrir góðum málum flokksins,“ segir Helga við fréttastofu í septembermánuði. Sanna Magdalena Mörtudóttur, oddviti Sósíalistaflokksins, er síðan í því sjötta með þrettán og hálfan fund. Hún er ákveðin í að bjóða sig aftur fram, en þó er óvíst hvort það verði undir formerkjum Sósíalistaflokksins eftir breytingar í framkvæmdastjórn hans. Það munar ekki miklu á síðustu tveimur sætunum en Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í næstsíðasta sætinu. Hún missti alls af fimm fundum, fjórum heilum og tveimur hálfum. Það er því Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem vermir botnsætið þar sem hún hefur mætt á ellefu og hálfan fund og var fjarverandi fjóra heila fundi og þrjá hálfa. Dóra Björt ætlaði sér að verða formaður Pírata en hætti við og sagði hugmyndir hennar stuðla að óeiningu innan flokksins. Hún stefnir þó, að öllu óbreyttu, á að bjóða aftur fram krafta sína. Þórdís Lóa hefur hins vegar tilkynnt að hún ætlar ekki að bjóða sig aftur fram. Vert er að taka fram að einungis er um einfalda mætingu að ræða og koma ekki fram útskýringar á fjarveru borgarfulltrúanna, jafnvel þótt þeir séu fjarverandi til að sinna öðrum störfum fyrir borgina. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skrifstofa borgarstjórnar tók saman mætingu borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi síðustu ára eftir að beiðni um birtingu barst frá Mörtu Guðjónsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í forsætisnefnd. Af oddvitum flokkanna í borgarstjórn er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, svokölluð mætingardrottning ársins 2025. Hún mætti á alla fundina en í tvö skipti var hún viðstödd einungis hálfan fundinn. Samtals missti hún af einum borgarstjórnarfundi af þeim sautján sem haldnir hafa verið á árinu. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, deila öðru til fjórða sæti. Samtals missti hvert þeirra af tveimur borgarstjórnarfundum, en bæði Einar og Hildur voru tvisvar sinnum viðstödd hálfan fund. Öll fjögur ætla að bjóða aftur fram krafta sína í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, hreppir fimmta sætið með því að mæta á samtals fjórtán fundi. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig aftur fram sem oddviti. „Ég hef sagt flokksfélögum mínum að ég vilji gjarnan minnka við mig vegna aldurs svo oddvitastaða er ekki draumastaða hjá mér heldur styðja og vera með í baráttunni fyrir góðum málum flokksins,“ segir Helga við fréttastofu í septembermánuði. Sanna Magdalena Mörtudóttur, oddviti Sósíalistaflokksins, er síðan í því sjötta með þrettán og hálfan fund. Hún er ákveðin í að bjóða sig aftur fram, en þó er óvíst hvort það verði undir formerkjum Sósíalistaflokksins eftir breytingar í framkvæmdastjórn hans. Það munar ekki miklu á síðustu tveimur sætunum en Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í næstsíðasta sætinu. Hún missti alls af fimm fundum, fjórum heilum og tveimur hálfum. Það er því Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem vermir botnsætið þar sem hún hefur mætt á ellefu og hálfan fund og var fjarverandi fjóra heila fundi og þrjá hálfa. Dóra Björt ætlaði sér að verða formaður Pírata en hætti við og sagði hugmyndir hennar stuðla að óeiningu innan flokksins. Hún stefnir þó, að öllu óbreyttu, á að bjóða aftur fram krafta sína. Þórdís Lóa hefur hins vegar tilkynnt að hún ætlar ekki að bjóða sig aftur fram. Vert er að taka fram að einungis er um einfalda mætingu að ræða og koma ekki fram útskýringar á fjarveru borgarfulltrúanna, jafnvel þótt þeir séu fjarverandi til að sinna öðrum störfum fyrir borgina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira