Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Islam Makhachev fagnar sigrinum í Madison Square Garden með beltin sín tvö. Getty/Cooper Neill Islam Makhachev fagnaði sigri á UFC 322-bardagakvöldinu í New York um helgina og fólk í bardagaheiminum kepptist við að lofsyngja nýja heimsmeistarann í eltivigtinni. Einn var þó á allt öðru máli. Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn. MMA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Sjá meira
Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn.
MMA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Sjá meira