Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Magdalena Eriksson og Glódís Perla Viggósdóttir fagna hér marki saman í leik með Bayern München. Getty/Julian Finney Magdalena Eriksson, fyrrum fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið. Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16) Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16)
Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira