Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun