„Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2025 12:00 Orkuveitan er móðurfélag Veitna. VÍSIR/VILHELM Fjárfestingarbanki Evrópu, sem kallaður er loftslagsbanki Evrópusambandsins, og Orkuveitan hafa undirritað lánasamning að fjárhæð 100 milljónir evra, ádráttarbært til næstu tveggja ára. Fjármagnið mun nýtast til uppbyggingar innviða hjá dótturfélagi Orkuveitunnar, Veitum. 100 milljónir evra eru um 14,8 milljarðar króna. Í tilkynningu Orkuveitunnar til Kauphallar segir að fjármögnunin sé liður í langtímaáætlun um styrkingu innviða til að mæta aukinni eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku, varma, rafmagni og heitu vatni, á höfuðborgarsvæðinu. Mikil fjölgun íbúa hafi skapað þörf fyrir nýtt húsnæði og þar með auknar tengingar við veitukerfi, sem kalli á nýjar fjárfestingar og endurnýjun eldri kerfa. Skref í að tryggja sjálfbæra orku Fjármagnið verði einnig nýtt til að efla orkuöflun hitaveitunnar og styrkja rafdreifikerfið til að mæta vaxandi þörf vegna orkuskipta, aukins hagvaxtar og stefnu Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. „Þessi fjármögnun er mikilvægt skref í að tryggja örugga, sjálfbæra og hagkvæma orku fyrir höfuðborgarsvæðið til framtíðar. Með því að efla rafdreifikerfið styrkjum við afhendingaröryggi rafmagns, og með aukinni varmaframleiðslu undirbúum við samfélagið fyrir áframhaldandi vöxt, orkuskipti og kolefnishlutleysi Íslands árið 2040. Þetta er fjárfesting í grunninnviðum sem mun nýtast heimilum, fyrirtækjum og komandi kynslóðum,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Orkuveitunnar. Þjónusta sem hafi almannagildi „Langtímafjárfestingar í sjálfbærum orkukerfum eru forsenda fyrir öruggum og hagkvæmum innviðum. Með því að fjármagna innviðaverkefni Orkuveitunnar styður EIB orkuskipti Íslands og hjálpar höfuðborgarsvæðinu að undirbúa áframhaldandi vöxt með hreinni, öruggri og áreiðanlegri orku,“ er haft eftir Karl Nehammer, varaforseta Fjárfestingarbankans. Lán Fjárfestingarbankans muni hjálpa til við að mæta áskorunum sem geti dregið úr nauðsynlegum fjárfestingum, svo sem neikvæðum umhverfisáhrifum og þörfinni fyrir að tryggja öruggan aðgang að varma og rafmagni, þjónustu sem hafi mikið almannagildi. Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu Orkuveitunnar til Kauphallar segir að fjármögnunin sé liður í langtímaáætlun um styrkingu innviða til að mæta aukinni eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku, varma, rafmagni og heitu vatni, á höfuðborgarsvæðinu. Mikil fjölgun íbúa hafi skapað þörf fyrir nýtt húsnæði og þar með auknar tengingar við veitukerfi, sem kalli á nýjar fjárfestingar og endurnýjun eldri kerfa. Skref í að tryggja sjálfbæra orku Fjármagnið verði einnig nýtt til að efla orkuöflun hitaveitunnar og styrkja rafdreifikerfið til að mæta vaxandi þörf vegna orkuskipta, aukins hagvaxtar og stefnu Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. „Þessi fjármögnun er mikilvægt skref í að tryggja örugga, sjálfbæra og hagkvæma orku fyrir höfuðborgarsvæðið til framtíðar. Með því að efla rafdreifikerfið styrkjum við afhendingaröryggi rafmagns, og með aukinni varmaframleiðslu undirbúum við samfélagið fyrir áframhaldandi vöxt, orkuskipti og kolefnishlutleysi Íslands árið 2040. Þetta er fjárfesting í grunninnviðum sem mun nýtast heimilum, fyrirtækjum og komandi kynslóðum,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Orkuveitunnar. Þjónusta sem hafi almannagildi „Langtímafjárfestingar í sjálfbærum orkukerfum eru forsenda fyrir öruggum og hagkvæmum innviðum. Með því að fjármagna innviðaverkefni Orkuveitunnar styður EIB orkuskipti Íslands og hjálpar höfuðborgarsvæðinu að undirbúa áframhaldandi vöxt með hreinni, öruggri og áreiðanlegri orku,“ er haft eftir Karl Nehammer, varaforseta Fjárfestingarbankans. Lán Fjárfestingarbankans muni hjálpa til við að mæta áskorunum sem geti dregið úr nauðsynlegum fjárfestingum, svo sem neikvæðum umhverfisáhrifum og þörfinni fyrir að tryggja öruggan aðgang að varma og rafmagni, þjónustu sem hafi mikið almannagildi.
Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira