Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 13:43 Heimir Örn Árnason leiddi lista Sjálfstæðismanna fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og er forseti bæjarstjórnar. Vísir/Vilhelm Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimi Erni. Hann segir að það hafi verið sér mikill heiður að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og starfa í bæjarstjórn Akureyrar síðastliðin þrjú og hálft ár. „Í nánu og góðu samstarfi við öflugt samstarfsfólk í meirihlutanum og starfsmenn Akureyrarbæjar höfum við komið fjölmörgum góðum verkefnum af stað. Helst má nefna sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl, Lýðheilsukortið, hækkun á frístundarstyrk til barna, verkefnið Virk efri ár og unnið er að því að koma á frístundarstyrk til eldri borgara. Þá hefur fasteignaskattur lækkað umtalsvert á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á síðustu árum. Þá er í gangi metnaðarfull uppbygging í íþróttamálum í mörgum íþróttagreinum. Tvö ný hverfi eru í uppbyggingu og síðast en ekki síst er rekstur sveitarfélagsins í mjög góðu jafnvægi. Ég hef átt óteljandi samtöl við fólk hér í bænum, bæði úr atvinnulífinu og hópi bæjarbúa og allir eru sammála um að það sé bjart framundan á Akureyri og því er ég sammála. Samtalið er lykillinn að árangri og ég mun áfram leggja mikla áherslu á að vera í góðu og opnu sambandi við íbúana og atvinnurekendur. Bærinn okkar, líkt og mörg önnur sveitarfélög hefur gengið í gegnum krefjandi tíma. En með sameiginlegu átaki kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa höfum við náð verulegum árangri og styrkt stöðu Akureyrarbæjar til framtíðar. Framundan eru spennandi verkefni sem ég hef mikinn áhuga á að fylgja eftir. Markmið mitt er að halda áfram að standa vörð um rekstur bæjarins, skapa traustan grunn til lækkunar gjalda og álaga, bæta þjónustu við íbúa og styðja við áframhaldandi uppbyggingu innviða og lífsgæða hér á Akureyri. Ég brenn fyrir bæinn okkar og framtíð hans og hlakka til að halda áfram ferðinni með ykkur. Þess vegna mun ég sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor,“ segir í tilkynningunni. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimi Erni. Hann segir að það hafi verið sér mikill heiður að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og starfa í bæjarstjórn Akureyrar síðastliðin þrjú og hálft ár. „Í nánu og góðu samstarfi við öflugt samstarfsfólk í meirihlutanum og starfsmenn Akureyrarbæjar höfum við komið fjölmörgum góðum verkefnum af stað. Helst má nefna sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl, Lýðheilsukortið, hækkun á frístundarstyrk til barna, verkefnið Virk efri ár og unnið er að því að koma á frístundarstyrk til eldri borgara. Þá hefur fasteignaskattur lækkað umtalsvert á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á síðustu árum. Þá er í gangi metnaðarfull uppbygging í íþróttamálum í mörgum íþróttagreinum. Tvö ný hverfi eru í uppbyggingu og síðast en ekki síst er rekstur sveitarfélagsins í mjög góðu jafnvægi. Ég hef átt óteljandi samtöl við fólk hér í bænum, bæði úr atvinnulífinu og hópi bæjarbúa og allir eru sammála um að það sé bjart framundan á Akureyri og því er ég sammála. Samtalið er lykillinn að árangri og ég mun áfram leggja mikla áherslu á að vera í góðu og opnu sambandi við íbúana og atvinnurekendur. Bærinn okkar, líkt og mörg önnur sveitarfélög hefur gengið í gegnum krefjandi tíma. En með sameiginlegu átaki kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa höfum við náð verulegum árangri og styrkt stöðu Akureyrarbæjar til framtíðar. Framundan eru spennandi verkefni sem ég hef mikinn áhuga á að fylgja eftir. Markmið mitt er að halda áfram að standa vörð um rekstur bæjarins, skapa traustan grunn til lækkunar gjalda og álaga, bæta þjónustu við íbúa og styðja við áframhaldandi uppbyggingu innviða og lífsgæða hér á Akureyri. Ég brenn fyrir bæinn okkar og framtíð hans og hlakka til að halda áfram ferðinni með ykkur. Þess vegna mun ég sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor,“ segir í tilkynningunni.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira