Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2025 21:03 Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Með honum í nefndinni eru Arna Guðmundsdóttir læknir og Fanney Óskarsdóttir lögfræðingur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað náðunarnefnd til þriggja ára. Meðal verkefna nefndarinnar verður að taka fyrir mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, sem sótt hefur um náðun af heilbrigðisástæðum. Vísir greindi frá því í september að Kourani hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd á Íslandi. Honum yrði vísað úr landi eftir að hann hefði afplánað helming refsingar sinnar og bannað að koma aftur til landsins í þrjátíu ár. Landsréttur staðfesti í febrúar átta ára fangelsisdóm yfir Kourani fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota. Beiðni um náðun Kourani af heilbrigðisástæðum liggur fyrir hjá náðunarnefnd sem gefur dómsmálaráðherra rökstuddar tillögur um afgreiðslu slíkra beiðna. Tveir lögfræðingar og læknir Skipunartími náðunarnefndar rann út í lok ágúst og ekki hafa legið fyrir upplýsingar um skipan nýrrar nefndar fyrr en nú. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur sé nýskipaður formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Arna Guðmundsdóttir læknir og Fanney Óskarsdóttir lögfræðingur. Skipunin er til þriggja ára en þau skilyrði eru við myndun nefndarinnar að formaður og varaformaður þurfi að vera hæf til að gegna embætti héraðsdómara auk þess sem læknir þarf að eiga sæti í nefndinni. Nefndin hefur heimild til að afla upplýsinga úr málaskrá lögreglu. Sömuleiðis að nálgast upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum til staðfestingar á fyrirliggjandi vottorðum sem og að afla nýrra gagna um heilsufar náðunarbeiðanda eða kæranda ef beiðni um náðun eða kæra er byggð á heilsufarsástæðum. Nefndinni er einnig heimilt að krefjast þess að náðunarbeiðandi eða kærandi afli sjálfur gagna um heilsufar sitt. Þurfi að meta hvert land fyrir sig Sýrlensk stjórnvöld hafa samþykkt að taka við Kourani verði hann fluttur úr landi. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra hefur sagt of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. „Náðunarnefnd er sjálfstæð nefnd sem fær til sín umsóknir fanga í alls konar málum. Á meðan mál eru þar til meðferðar er dómsmálaráðherra ekki að vasast í þeim,“ Varðandi Sýrland, þá er það auðvitað þannig að í Evrópu allri er alltaf verið að rýna lönd sem hafa verið metin þannig að það sé ekki öruggt að senda fólk þangað aftur. Það er mat á landi í hverju tilviki fyrir sig, hvort það sé verið að senda fólk þangað almennt séð.“ Þannig snúi ákvörðunin að því frekar en að taka við tilteknum manni. Þá sé það mat Útlendingastofnunar hverju sinni hvenær þær aðstæður í landinu, sem hefur verið metið ótryggt, hafi breyst með þeim hætti að matið verði annað. „Nýlegt dæmi er afstaða Útlendingastofnunar og kærunefndarinnar til Venesúela. Það var ákveðið mat þar en svo breyttist matið og kerfið vinnur í samræmi við það,“ sagði dómsmálaráðherra. Mál Mohamad Kourani Innflytjendamál Fangelsismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Vísir greindi frá því í september að Kourani hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd á Íslandi. Honum yrði vísað úr landi eftir að hann hefði afplánað helming refsingar sinnar og bannað að koma aftur til landsins í þrjátíu ár. Landsréttur staðfesti í febrúar átta ára fangelsisdóm yfir Kourani fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota. Beiðni um náðun Kourani af heilbrigðisástæðum liggur fyrir hjá náðunarnefnd sem gefur dómsmálaráðherra rökstuddar tillögur um afgreiðslu slíkra beiðna. Tveir lögfræðingar og læknir Skipunartími náðunarnefndar rann út í lok ágúst og ekki hafa legið fyrir upplýsingar um skipan nýrrar nefndar fyrr en nú. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur sé nýskipaður formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Arna Guðmundsdóttir læknir og Fanney Óskarsdóttir lögfræðingur. Skipunin er til þriggja ára en þau skilyrði eru við myndun nefndarinnar að formaður og varaformaður þurfi að vera hæf til að gegna embætti héraðsdómara auk þess sem læknir þarf að eiga sæti í nefndinni. Nefndin hefur heimild til að afla upplýsinga úr málaskrá lögreglu. Sömuleiðis að nálgast upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum til staðfestingar á fyrirliggjandi vottorðum sem og að afla nýrra gagna um heilsufar náðunarbeiðanda eða kæranda ef beiðni um náðun eða kæra er byggð á heilsufarsástæðum. Nefndinni er einnig heimilt að krefjast þess að náðunarbeiðandi eða kærandi afli sjálfur gagna um heilsufar sitt. Þurfi að meta hvert land fyrir sig Sýrlensk stjórnvöld hafa samþykkt að taka við Kourani verði hann fluttur úr landi. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra hefur sagt of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. „Náðunarnefnd er sjálfstæð nefnd sem fær til sín umsóknir fanga í alls konar málum. Á meðan mál eru þar til meðferðar er dómsmálaráðherra ekki að vasast í þeim,“ Varðandi Sýrland, þá er það auðvitað þannig að í Evrópu allri er alltaf verið að rýna lönd sem hafa verið metin þannig að það sé ekki öruggt að senda fólk þangað aftur. Það er mat á landi í hverju tilviki fyrir sig, hvort það sé verið að senda fólk þangað almennt séð.“ Þannig snúi ákvörðunin að því frekar en að taka við tilteknum manni. Þá sé það mat Útlendingastofnunar hverju sinni hvenær þær aðstæður í landinu, sem hefur verið metið ótryggt, hafi breyst með þeim hætti að matið verði annað. „Nýlegt dæmi er afstaða Útlendingastofnunar og kærunefndarinnar til Venesúela. Það var ákveðið mat þar en svo breyttist matið og kerfið vinnur í samræmi við það,“ sagði dómsmálaráðherra.
Mál Mohamad Kourani Innflytjendamál Fangelsismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira