Lífið

Tárvotir endur­fundir sögu­legra feðga

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tom Felton og Jason Isaacs féllust í faðma á frumsýningu Harry Potter á Broadway.
Tom Felton og Jason Isaacs féllust í faðma á frumsýningu Harry Potter á Broadway. Instagram

Leikarinn Tom Felton sló eftirminnilega í gegn sem andhetjan Draco Malfoy í ævintýrunum um galdrastrákinn Harry Potter. Felton er nú mættur á stóra sviðið í sama hlutverki nema, eins og hann sjálfur, þá er Malfoy orðinn fullorðinn. 

Leikritið ber heitið Harry Potter and The Cursed Child og er sýnt á Broadway. 

Það var margt um manninn á frumsýningunni og meðal gesta var stórleikarinn Jason Isaacs en hann fer með hlutverk föður Draco, Lucius Malfoy, í kvikmyndunum. 

Þessir kvikmyndafeðgar áttu fallega endurfundi og virtist Felton djúpt snortinn yfir nærveru „föður“ síns. Hann birti mynd af þeim á Instagram ásamt leikaranum Aidan Close sem fer með hlutverk sonar Dracos í leikritinu. 

„Enginn gerir þetta eins og Malfoyarnir. Þrjár kynslóðir mætast í fyrsta skipti á sviðinu og auðvitað var það töfrandi stund. Elska þig pabbi og elska þig sonur,“ skrifaði Felton á Instagram.

Nokkrum dögum síðar var sviðspabbinn mættur með einlæga og fallega færslu. 

„Ég kom. Ég sá. Hann sigraði,“ skrifaði Isaacs á Instagram hjá sér og bætti við: „Sonur þú stóðst þig frábærlega. Svo hugrakkur. Svo stoltur og svo þakklátur að hafa fengið að vera þarna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.