Enski boltinn

Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel og félagar í Arsenal hafa aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu ellefu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Gabriel og félagar í Arsenal hafa aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu ellefu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. getty/Alex Burstow

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel gæti verið frá keppni fram í janúar vegna meiðsla.

Gabriel meiddist á læri í vináttulandsleik Brasilíu og Senegals um helgina. Brasilíumenn unnu leikinn, sem fór fram á heimavelli Arsenal, Emirates, með tveimur mörkum gegn engu.

Hinn 27 ára Gabriel á eftir að gangast undir frekari skoðanir en óttast er að hann verði frá keppni allt fram á nýja árið. Talið er að hann verði á hliðarlínunni í að minnsta kosti fjórar vikur.

Gabriel bætist á nokkuð langan meiðslalista hjá Arsenal sem er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Gabriel kom til Arsenal frá Lille 2020. Í sumar framlengdi hann samning sinn við félagið til 2029.

Næsti leikur Arsenal er gegn erkifjendunum í Tottenham á Emirates á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×