Hár flutningskostnaður raforku „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands
Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga.
Tengdar fréttir
Raforkuverð hækkaði mikið í útboði Landsnets og SI vill að gripið verði inn í
Verð á rafmagni hækkaði um 34 prósent milli ára í útboði Landsnets til að mæta svokölluðum grunntöpum. Samtök iðnaðarins sendu Raforkueftirliti Orkustofnunar bréf þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að Landsnet varpi ábyrgð fyrirtækisins um skilvirkan rekstur alfarið yfir á raforkunotendur. Framkvæmdastjóri Samáls segir að álfyrirtæki greiði hátt verð fyrir flutning á raforku í samanburði við aðra sambærilega framleiðendur í Evrópu.
Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni.