Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 06:47 Lögreglan segir aukið alþjóðasamstarf sterkasta vopnið gegn skipulögðum glæpahópum. Vísir/Vilhelm Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“ Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Fjallað er um verknaðinn, ofbeldi til kaups (e. violence as a service) í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti á dögunum. Þar kemur fram að innan skipulagðrar brotastarfsemi séu hópar sem leita til einstaklinga til að framkvæma ofbeldis verk gegn greiðslu. Þetta geti verið í gegnum persónuleg tengsl eða samfélagsmiðla. Þá hafi aðferðafræðin einkum tengst handrukkunum. Kemur fram í skýrslunni að fjórum hafi í sumar verið vísað frá á landamærunum, þar sem þeir tilheyrðu erlendum brotahópi sem sérhæfir sig í ofbeldi til kaups. Hópurinn býður fram þjónustu í að framkvæma alvarlegan ofbeldisverknað gegn greiðslu. Vísað er til tvennskonar dæma af ofbeldi til kaups hér á landi, þegar kveikt var í bíl lögreglumanns árið 2023 og þegar öðrum lögreglumanni var hótað á heimili sínu af fjórum ungum einstaklingum sem voru vopnaðir hnífum. Auðveldar brotahópum að fela sig Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að aðferðafræðin auðveldi brotahópum að koma í veg fyrir að hægt sé að sækja einstaklinga í efstu lögum þeirra til saka. „Þetta er veruleiki sem blasir ekki bara við okkur hér á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og það er í kjölfar öflugs alþjóðasamstarfs sem lögreglan á Íslandi er að bregðast við svona hópum,“ segir Katrín. Hún segir að þó dæmi séu tekin í skýrslunni um slík brot gegn lögreglufólki einskorðist þau ekki við það. „En það er mjög alvarlegt þegar þetta beinist gegn opinberum starfsmönnum. Það sem er áhugavert eins og í íkveikjumálinu, það kemur fram í ákæru að hver og einn hefur ákveðið hlutverk í ferlinu. Það er algengast við þessa aðferðafræði. Það eru einhverjir milliliðir, svo eru gerendur en svo eru upphafsmenn ofbeldisverksins sem sjást hvergi.“ Hærra settir í keðjunni Upphafsmenn ofbeldisins til kaups séu miklu hærra settir í keðjunni. „Þannig það er ekki alltaf sjáanlegt hverjir raunverulegir gerendur eru og hverjir það eru sem eru að panta þessa þjónustu. Þarna er komin aðferðafræði sem gerir brotahópum kleyft að fela slóð sína.“ Katrín segir lögregluna á Íslandi búa yfir öflugri greiningargetu og rannsóknargetu. Þó sé þörf á því að efla alþjóðasamstarf þar sem brotahóparnir virði ekki landamæri. Þó Ísland sé eyja sé það sama að gerast hér og í nágrannalöndum okkar. Þá hafi ríkislögreglustjóri einnig merkt fjölgun afbrota til kaups. „Sem er svipuð aðferðafræði, þar sem raunverulegur gerandi pantar afbrot til að fela slóð sína. Það eru samnefnarar þarna á milli og þessi útvistun á afbrotum er ný aðferðafræði sem við höfum bent á hér á landi.“
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. 14. nóvember 2025 10:14