Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 19. nóvember 2025 14:01 Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun