Neytendur

Kalla inn aspas í bitum frá Ora

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Aspas í bitum frá Ora.
Aspas í bitum frá Ora.

ÓJ&K-ÍSAM, innflytjendur Ora, hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað skorinn apas frá Ora vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni.

Um er að ræða Ora-dósir með 411 grömmum af skornum aspas sem eru bestar fyrir 5. júlí 2027. Ekki liggur fyrir um hvers kyns aðskotahlut er að ræða en bandaríska fyrirtækið Honee Bear Canning framleiðir vöruna.

Umræddar dósir eru til sölu í Aðföngum, Extra, Fjarðarkaupum, Jónsabúð, Kaupfélagi V-Húnvetninga, Samkaup vöruhús, Versluninni Hlíðarkaupi, Krónunni, Melabúðinni, Prís og stóreldhúsum.

Þeir sem hafa keypt aspasinn er beint á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila í næstu verslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×