Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:10 Styttan af Jon Dahl Tomasson fyrir utan þjóðarleikvang Svía. Fáir Svíar hugsa hlýtt til Jons Dahl Tomasson eftir afleitt gengi fótboltalandsliðsins undir hans stjórn. Samfélagsmiðlastjarna ákvað hins vegar að heiðra þennan „hataðasta mann Svíþjóðar“ eins og hún orðaði það. Svíþjóð tók á móti Slóveníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2026 í fyrradag. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum Strawberry Arena í Stokkhólmi og endaði með 1-1 jafntefli. Þeim sem mættu á leikinn brá í brún þegar þeir sáu styttu af Tomasson fyrir utan leikvanginn. Um var að ræða uppátæki samfélagsmiðlastjörnunnar Fabians Svorono. „Miðað við það sem ég hef lesið virðist hann ekki hafa fengið mörg tækifæri svo hann á kannski skilið að fá smá ást. Sömuleiðis var þetta skemmtileg tilraun til að sjá hvernig fólk myndi bregðast við þegar maður reisir styttu af manni sem fólki líkar ekkert sérstaklega vel við,“ sagði Svorono. Hann taldi líklegt að styttan yrði fyrir skemmdarverkum en svo reyndist ekki vera og margir tóku meira að segja myndir af sér við hana. Svorono gaf sig fram og gekkst við því að hafa sett styttuna af Tomasson fyrir framan Strawberry Arena. Honum fannst allt eins líklegt að hann yrði handtekinn en honum til undrunar höfðu lögreglumenn gaman að uppátækinu. Þeir létu Svorono þó fjarlægja styttuna sem stendur núna á skrifstofu hans. Hinn danski Tomasson tók við sænska landsliðinu í mars 2024. Hann stýrði því í átján leikjum en aðeins helmingur þeirra vannst og allt gekk á afturfótunum hjá Svíum í undankeppni HM. Tomasson var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði og við starfi hans tók Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea. Svíþjóð endaði í fjórða og neðsta sæti síns riðils í undankeppni HM og vann ekki leik. Liðið verður hins vegar í pottinum þegar dregið verður í umspil um sæti á HM í dag sökum árangurs þess í Þjóðadeildinni. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Svíþjóð tók á móti Slóveníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2026 í fyrradag. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum Strawberry Arena í Stokkhólmi og endaði með 1-1 jafntefli. Þeim sem mættu á leikinn brá í brún þegar þeir sáu styttu af Tomasson fyrir utan leikvanginn. Um var að ræða uppátæki samfélagsmiðlastjörnunnar Fabians Svorono. „Miðað við það sem ég hef lesið virðist hann ekki hafa fengið mörg tækifæri svo hann á kannski skilið að fá smá ást. Sömuleiðis var þetta skemmtileg tilraun til að sjá hvernig fólk myndi bregðast við þegar maður reisir styttu af manni sem fólki líkar ekkert sérstaklega vel við,“ sagði Svorono. Hann taldi líklegt að styttan yrði fyrir skemmdarverkum en svo reyndist ekki vera og margir tóku meira að segja myndir af sér við hana. Svorono gaf sig fram og gekkst við því að hafa sett styttuna af Tomasson fyrir framan Strawberry Arena. Honum fannst allt eins líklegt að hann yrði handtekinn en honum til undrunar höfðu lögreglumenn gaman að uppátækinu. Þeir létu Svorono þó fjarlægja styttuna sem stendur núna á skrifstofu hans. Hinn danski Tomasson tók við sænska landsliðinu í mars 2024. Hann stýrði því í átján leikjum en aðeins helmingur þeirra vannst og allt gekk á afturfótunum hjá Svíum í undankeppni HM. Tomasson var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði og við starfi hans tók Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea. Svíþjóð endaði í fjórða og neðsta sæti síns riðils í undankeppni HM og vann ekki leik. Liðið verður hins vegar í pottinum þegar dregið verður í umspil um sæti á HM í dag sökum árangurs þess í Þjóðadeildinni.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira