Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 15:48 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira