Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar 21. nóvember 2025 11:03 Ákvörðun Evrópusambandins í byrjun vikunnar, um að beita verndartollum gagnvart útflutningi Íslands og Noregs á járnblendi, var meiriháttar vonbrigði og í andstöðu við það grundvallaratriði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að flutningur iðnaðarvöru sé frjáls og óhindraður á svæðinu. ESB styðst við afar hæpna túlkun á öryggisákvæðum í 112. grein samningsins, um að heimilt sé að grípa einhliða til aðgerða á borð við þessar ef upp komi alvarlegir erfiðleikar í einstökum atvinnugreinum. Þetta er því miður dæmi um skaðlega verndarstefnu, sem á auknu fylgi að fagna víða um heim og er mikið áhyggjuefni fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland sem á allt sitt undir greiðum alþjóðaviðskiptum og að samningar um þau séu virtir. EES-samningurinn er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert og það er gífurlegt hagsmunamál íslenzks atvinnulífs að hann sé traustur í sessi og allir aðilar hans virði skuldbindingar sínar. Það skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið að íslenzk stjórnvöld haldi nú þannig á málum að deilur við Evrópusambandið stigmagnist ekki þannig að grafið verði frekar undan samningnum, heldur þurfa allir aðilar að sammælast um að treysta stoðir hans og tryggja áfram frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns á efnahagssvæðinu. Vanstillt og ógagnleg viðbrögð Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við ákvörðun Evrópusambandsins hafa hins vegar verið vanstillt og alveg einstaklega ógagnleg, út frá hagsmunum atvinnulífsins séð. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, notaði stór orð í viðtali við Stöð 2 á þriðjudagskvöld: „Mér finnst sæta mjög furðu hvernig umræðan hefur verið hér frá ríkisstjórninni í dag í þessa veruna, að niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér inn á harðahlaupum með glæpamanninum.“ Formaðurinn bætti því við að Sjálfstæðisflokkurinn „stæði fyrir frjáls viðskipti“. Fréttamaðurinn bað hana að skýra hvað hún ætti við með því að nota orðið glæpamaður og svarið var: „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á núna EES-samningnum. Það hlýtur að vera brot [...] það er brotið á okkur Íslendingum núna, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhver eftirmál.“ Gleymast okkar eigin glæpir? Nú er formaður Sjálfstæðisflokksins mögulega að gleyma ítrekuðum brotum Íslands sjálfs á EES-samningnum, þar sem flokkurinn hennar hefur bara engan veginn „staðið fyrir frjáls viðskipti“. Hér dugir að nefna tvö dæmi. Undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði studdu sjálfstæðismenn það til dæmis árið 2009 að Alþingi braut EES-samninginn með galopin augun og samþykkti (án mótatkvæða) að viðhalda innflutningsbanni á fersku kjöti og eggjum. Það bann var dæmt ólögmætt bæði af EFTA-dómstólnum og Hæstarétti og afnumið í framhaldinu. Nú er til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) annað brot Íslands gegn samningnum, en það er röng tollflokkun á pitsuosti sem Bjarni Benediktsson, forveri Guðrúnar Hafsteinsdóttur í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, bar ábyrgð á. Með hinni röngu tollflokkun, sem sömuleiðis var ákveðin undir miklum þrýstingi sérhagsmunaaðila í landbúnaði, var vara, sem samkvæmt EES-samningnum á að vera tollfrjáls, tekin undan vörusviði samningsins þannig að hægt væri að leggja á hana verndartolla. Svolítið önnur útfærsla á verndarstefnu en í verndartollamáli ESB, en af sama meiði. ESA hefur komizt að þeirri niðurstöðu að með þessu hafi Ísland gerzt brotlegt við samninginn. Það er ekki hægt að nota einhvern annan mælikvarða á aðra en sjálfan sig, ef maður ætlar að vera trúverðugur, þannig að íslenzk stjórnvöld eru þá væntanlega glæpamenn samkvæmt útleggingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur og hún ekki í góðum félagsskap. Óhjákvæmilega rifjast upp málshátturinn að sá skuli ekki grjóti kasta sem í glerhúsi býr. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hafa einhvern trúverðugleika í viðleitni sinni til að tryggja framtíð EES-samningsins og frjálsra viðskipta Íslands og ESB, getur hann ekki líka stutt augljós brot Íslands á EES. Réttlætir brot ESB ný brot Íslands? Enginn væntir þess svo sem að Framsóknarflokkurinn styðji frjáls alþjóðaviðskipti, en í gær upphóf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður hans, ekki síður ógagnlega umræðu á Alþingi. Þar lýsti hann yfir vilja til að skáka nú í skjóli samningsbrots Evrópusambandsins og bæta um betur með nýjum brotum Íslands á EES-samningnum með því að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Sigurður Ingi mælti með því að Ísland gengi þannig á bak samningi Íslands og ESB frá 2015 um gagnkvæmar tollalækkanir (sem var gerður á grundvelli 19. greinar EES-samningsins). Það fylgdi ekki sögunni hjá Sigurði að hann gerði samninginn sjálfur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Svona tal er kannski marklaust, enda ber stjórnarandstaðan ekki sömu ábyrgð og þeir sem í ráðuneytunum sitja, en engu að síður skaðlegt. Staðan í samskiptum Íslands og ESB kallar sízt af öllu á að Ísland hlaupist undan skyldum sínum samkvæmt EES, heldur miklu fremur að allir flokkar taki höndum saman um samstillt átak íslenzkra stjórnvalda til að fá alla aðila samningsins til að virða þær skuldbindingar sem þeir hafa undirgengizt. Ábyrgðarlaust tal um að hætta innleiðingu EES-reglna Talsmenn stjórnarandstöðunnar hafa kastað fram hugmyndum um að Ísland hætti að innleiða nýjar EES-reglur vegna deilunnar við ESB. Guðrún Hafsteinsdóttir viðrar þá hugmynd síðast í grein í Morgunblaðinu í dag að slík vinna verði tekin af dagskrá Alþingis þar til eftir næsta fund sameiginlegu EES-nefndarinnar. Vandséð er hvaða hagsmunum slíkt ætti að þjóna. Fyrir atvinnulífið er eftir sem áður gífurlega mikilvægt að rekstur EES-samningsins gangi greiðlega fyrir sig, þar með talin innleiðing nýrra EES-reglna. Lykillinn að óhindruðum aðgangi íslenzkra fyrirtækja að innri markaði Evrópusambandsins er einsleitt efnahagssvæði, þar sem sömu reglur gilda fyrir alla. Ábyrgðarlaust tal af þessu tagi er ekki í þágu hagsmuna atvinnulífsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Íslensk-evrópska verslunarráðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ákvörðun Evrópusambandins í byrjun vikunnar, um að beita verndartollum gagnvart útflutningi Íslands og Noregs á járnblendi, var meiriháttar vonbrigði og í andstöðu við það grundvallaratriði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að flutningur iðnaðarvöru sé frjáls og óhindraður á svæðinu. ESB styðst við afar hæpna túlkun á öryggisákvæðum í 112. grein samningsins, um að heimilt sé að grípa einhliða til aðgerða á borð við þessar ef upp komi alvarlegir erfiðleikar í einstökum atvinnugreinum. Þetta er því miður dæmi um skaðlega verndarstefnu, sem á auknu fylgi að fagna víða um heim og er mikið áhyggjuefni fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland sem á allt sitt undir greiðum alþjóðaviðskiptum og að samningar um þau séu virtir. EES-samningurinn er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert og það er gífurlegt hagsmunamál íslenzks atvinnulífs að hann sé traustur í sessi og allir aðilar hans virði skuldbindingar sínar. Það skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið að íslenzk stjórnvöld haldi nú þannig á málum að deilur við Evrópusambandið stigmagnist ekki þannig að grafið verði frekar undan samningnum, heldur þurfa allir aðilar að sammælast um að treysta stoðir hans og tryggja áfram frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns á efnahagssvæðinu. Vanstillt og ógagnleg viðbrögð Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við ákvörðun Evrópusambandsins hafa hins vegar verið vanstillt og alveg einstaklega ógagnleg, út frá hagsmunum atvinnulífsins séð. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, notaði stór orð í viðtali við Stöð 2 á þriðjudagskvöld: „Mér finnst sæta mjög furðu hvernig umræðan hefur verið hér frá ríkisstjórninni í dag í þessa veruna, að niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér inn á harðahlaupum með glæpamanninum.“ Formaðurinn bætti því við að Sjálfstæðisflokkurinn „stæði fyrir frjáls viðskipti“. Fréttamaðurinn bað hana að skýra hvað hún ætti við með því að nota orðið glæpamaður og svarið var: „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á núna EES-samningnum. Það hlýtur að vera brot [...] það er brotið á okkur Íslendingum núna, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhver eftirmál.“ Gleymast okkar eigin glæpir? Nú er formaður Sjálfstæðisflokksins mögulega að gleyma ítrekuðum brotum Íslands sjálfs á EES-samningnum, þar sem flokkurinn hennar hefur bara engan veginn „staðið fyrir frjáls viðskipti“. Hér dugir að nefna tvö dæmi. Undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði studdu sjálfstæðismenn það til dæmis árið 2009 að Alþingi braut EES-samninginn með galopin augun og samþykkti (án mótatkvæða) að viðhalda innflutningsbanni á fersku kjöti og eggjum. Það bann var dæmt ólögmætt bæði af EFTA-dómstólnum og Hæstarétti og afnumið í framhaldinu. Nú er til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) annað brot Íslands gegn samningnum, en það er röng tollflokkun á pitsuosti sem Bjarni Benediktsson, forveri Guðrúnar Hafsteinsdóttur í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, bar ábyrgð á. Með hinni röngu tollflokkun, sem sömuleiðis var ákveðin undir miklum þrýstingi sérhagsmunaaðila í landbúnaði, var vara, sem samkvæmt EES-samningnum á að vera tollfrjáls, tekin undan vörusviði samningsins þannig að hægt væri að leggja á hana verndartolla. Svolítið önnur útfærsla á verndarstefnu en í verndartollamáli ESB, en af sama meiði. ESA hefur komizt að þeirri niðurstöðu að með þessu hafi Ísland gerzt brotlegt við samninginn. Það er ekki hægt að nota einhvern annan mælikvarða á aðra en sjálfan sig, ef maður ætlar að vera trúverðugur, þannig að íslenzk stjórnvöld eru þá væntanlega glæpamenn samkvæmt útleggingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur og hún ekki í góðum félagsskap. Óhjákvæmilega rifjast upp málshátturinn að sá skuli ekki grjóti kasta sem í glerhúsi býr. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hafa einhvern trúverðugleika í viðleitni sinni til að tryggja framtíð EES-samningsins og frjálsra viðskipta Íslands og ESB, getur hann ekki líka stutt augljós brot Íslands á EES. Réttlætir brot ESB ný brot Íslands? Enginn væntir þess svo sem að Framsóknarflokkurinn styðji frjáls alþjóðaviðskipti, en í gær upphóf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður hans, ekki síður ógagnlega umræðu á Alþingi. Þar lýsti hann yfir vilja til að skáka nú í skjóli samningsbrots Evrópusambandsins og bæta um betur með nýjum brotum Íslands á EES-samningnum með því að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Sigurður Ingi mælti með því að Ísland gengi þannig á bak samningi Íslands og ESB frá 2015 um gagnkvæmar tollalækkanir (sem var gerður á grundvelli 19. greinar EES-samningsins). Það fylgdi ekki sögunni hjá Sigurði að hann gerði samninginn sjálfur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Svona tal er kannski marklaust, enda ber stjórnarandstaðan ekki sömu ábyrgð og þeir sem í ráðuneytunum sitja, en engu að síður skaðlegt. Staðan í samskiptum Íslands og ESB kallar sízt af öllu á að Ísland hlaupist undan skyldum sínum samkvæmt EES, heldur miklu fremur að allir flokkar taki höndum saman um samstillt átak íslenzkra stjórnvalda til að fá alla aðila samningsins til að virða þær skuldbindingar sem þeir hafa undirgengizt. Ábyrgðarlaust tal um að hætta innleiðingu EES-reglna Talsmenn stjórnarandstöðunnar hafa kastað fram hugmyndum um að Ísland hætti að innleiða nýjar EES-reglur vegna deilunnar við ESB. Guðrún Hafsteinsdóttir viðrar þá hugmynd síðast í grein í Morgunblaðinu í dag að slík vinna verði tekin af dagskrá Alþingis þar til eftir næsta fund sameiginlegu EES-nefndarinnar. Vandséð er hvaða hagsmunum slíkt ætti að þjóna. Fyrir atvinnulífið er eftir sem áður gífurlega mikilvægt að rekstur EES-samningsins gangi greiðlega fyrir sig, þar með talin innleiðing nýrra EES-reglna. Lykillinn að óhindruðum aðgangi íslenzkra fyrirtækja að innri markaði Evrópusambandsins er einsleitt efnahagssvæði, þar sem sömu reglur gilda fyrir alla. Ábyrgðarlaust tal af þessu tagi er ekki í þágu hagsmuna atvinnulífsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Íslensk-evrópska verslunarráðsins
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun