Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 12:31 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS Vísir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS. Nýverið hafa skotið upp kollinum sjóðir í eigu byggingarfélaga sem bjóða fasteignakaupendum nýja leið til fjármögnunar húsnæðis. Leiðin felst í grófum dráttum í því að kaupandinn leggur fram minnst 10% eigið fé í útborgun og sjóðurinn leggur til allt að 20 til 25% af kaupverði og gerist meðeigandi í eigninni. Þannig nægir kaupanda að taka 70% fasteignalán til að ljúka fjármögnun. Til þessa hefur möguleikinn aðeins verið í boði við kaup á íbúðum sem fyrirtækin hafa til sölu í nýbyggingum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragð til að selja íbúðir sem seljast illa Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur HMS, segir þeim fara ört fjölgandi sem nú bjóða þennan möguleika. Síðast þegar hann taldi voru þeir fimm en sjóðirnir eiga það sameiginlegt að vera í stýringu hjá Stefni og í samstarfi við Aparta og bjóða flestir sömu eða svipaða útfærslu. SAFÍR20, REIR20, Kauplykill og ÞG Sjóður eru allt dæmi um sjóði af þessum toga. „Þetta er kannski bara viðbragð byggingarmarkaðarins við þeirri stöðu sem að blasir við núna. Þessar nýju íbúðir seljast mjög illa á ásettu verði og þarna eru byggingarverktakarnir að koma með einhverja leið til þess að hreyfa við þessari sölu og auka eftirspurn eftir þessum íbúðum og án þess að verðið þurfi að lækka. Felur bara í sér að þessir verktakar kaupi með kaupendunum í þessum íbúðum og þar af leiðandi hafi kaupendur lægri greiðslubyrði af lánunum en eignamyndun verður á móti miklu minni,“ segir Jónas. Hátt leiguverð en gæti komið hreyfingu á markað Lausnin er umtalsvert frábrugðin hlutdeildarlánunum svokölluðu þar sem hið opinbera er meðeigandi með kaupendum án þess að þeir greiði nokkuð aukalega fyrir afnot af íbúðinni.. „Þessi lausn felur í sér að fólk borgi afnotagjald, einhvers konar leigu til byggingarverktakanna sem nemur fimm prósent af kaupverði sem þykir ansi há leiga ef maður miðar við hefðbundnar leiguíbúðir. Í hlutdeildarlánum hjá HMS er ekki um neitt slíkt að ræða, þá búa eigendurnir leigufrítt í íbúðinni,“ segir Jónas. Hann segir of snemmt að segja til um það hvort þessi nýi kostur sé kominn til að vera, en HMS ætlar að ráðast í nánari greiningu á þessum nýja möguleika á markaði sem verði kynnt á næstu vikum. „Þetta er náttúrlega núna takmarkað við nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu og þær sem seljast illa. En ég held að það gæti verið að þetta muni hreyfa við markaðnum, þetta gerir alla veganna mörgum kleift að eignast íbúð sem hefðu ekki getað gert það með núverandi lánaformi,“ segir Jónas. „En við þurfum að bíða og sjá hvort að það sé nógu stór hluti markaðarins sem vill kaupa þessar nýju íbúðir með þessu formi.“ En er þetta ákjósanleg leið fyrir kaupendur að fara? „Kaupendur verða að gera það upp við sig hversu mikið þau vilja fórna til þess að komast í eigið húsnæði. Þetta gerir mörgum kleift að eignast húsnæði sem áttu ekki húsnæði, en vegna þess að þessi leið felur í sér minni eignamyndun, þá eru hefðbundin lánaform kannski ákjósanlegri fyrir þá sem eiga efni á því að taka bara venjuleg lán. En þetta fer eftir smekksatriði þá,“ svarar Jónas. Húsnæðismál Byggingariðnaður Fjármálamarkaðir Lánamál Fasteignamarkaður Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
Nýverið hafa skotið upp kollinum sjóðir í eigu byggingarfélaga sem bjóða fasteignakaupendum nýja leið til fjármögnunar húsnæðis. Leiðin felst í grófum dráttum í því að kaupandinn leggur fram minnst 10% eigið fé í útborgun og sjóðurinn leggur til allt að 20 til 25% af kaupverði og gerist meðeigandi í eigninni. Þannig nægir kaupanda að taka 70% fasteignalán til að ljúka fjármögnun. Til þessa hefur möguleikinn aðeins verið í boði við kaup á íbúðum sem fyrirtækin hafa til sölu í nýbyggingum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragð til að selja íbúðir sem seljast illa Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur HMS, segir þeim fara ört fjölgandi sem nú bjóða þennan möguleika. Síðast þegar hann taldi voru þeir fimm en sjóðirnir eiga það sameiginlegt að vera í stýringu hjá Stefni og í samstarfi við Aparta og bjóða flestir sömu eða svipaða útfærslu. SAFÍR20, REIR20, Kauplykill og ÞG Sjóður eru allt dæmi um sjóði af þessum toga. „Þetta er kannski bara viðbragð byggingarmarkaðarins við þeirri stöðu sem að blasir við núna. Þessar nýju íbúðir seljast mjög illa á ásettu verði og þarna eru byggingarverktakarnir að koma með einhverja leið til þess að hreyfa við þessari sölu og auka eftirspurn eftir þessum íbúðum og án þess að verðið þurfi að lækka. Felur bara í sér að þessir verktakar kaupi með kaupendunum í þessum íbúðum og þar af leiðandi hafi kaupendur lægri greiðslubyrði af lánunum en eignamyndun verður á móti miklu minni,“ segir Jónas. Hátt leiguverð en gæti komið hreyfingu á markað Lausnin er umtalsvert frábrugðin hlutdeildarlánunum svokölluðu þar sem hið opinbera er meðeigandi með kaupendum án þess að þeir greiði nokkuð aukalega fyrir afnot af íbúðinni.. „Þessi lausn felur í sér að fólk borgi afnotagjald, einhvers konar leigu til byggingarverktakanna sem nemur fimm prósent af kaupverði sem þykir ansi há leiga ef maður miðar við hefðbundnar leiguíbúðir. Í hlutdeildarlánum hjá HMS er ekki um neitt slíkt að ræða, þá búa eigendurnir leigufrítt í íbúðinni,“ segir Jónas. Hann segir of snemmt að segja til um það hvort þessi nýi kostur sé kominn til að vera, en HMS ætlar að ráðast í nánari greiningu á þessum nýja möguleika á markaði sem verði kynnt á næstu vikum. „Þetta er náttúrlega núna takmarkað við nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu og þær sem seljast illa. En ég held að það gæti verið að þetta muni hreyfa við markaðnum, þetta gerir alla veganna mörgum kleift að eignast íbúð sem hefðu ekki getað gert það með núverandi lánaformi,“ segir Jónas. „En við þurfum að bíða og sjá hvort að það sé nógu stór hluti markaðarins sem vill kaupa þessar nýju íbúðir með þessu formi.“ En er þetta ákjósanleg leið fyrir kaupendur að fara? „Kaupendur verða að gera það upp við sig hversu mikið þau vilja fórna til þess að komast í eigið húsnæði. Þetta gerir mörgum kleift að eignast húsnæði sem áttu ekki húsnæði, en vegna þess að þessi leið felur í sér minni eignamyndun, þá eru hefðbundin lánaform kannski ákjósanlegri fyrir þá sem eiga efni á því að taka bara venjuleg lán. En þetta fer eftir smekksatriði þá,“ svarar Jónas.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Fjármálamarkaðir Lánamál Fasteignamarkaður Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira