„Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2025 21:37 Hilmar Pétursson átti flottan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann gríðarlega öflugan ellefu stiga sigur 101-90 á Álftanes þegar liðin mættust í Blue höllinni í kvöld. Hilmar Pétursson átti flottan leik fyrir heimamenn og var að vonum sáttur með sigurinn. „Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum. Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum.
Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira