Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar 22. nóvember 2025 12:00 Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025. Tímabundið fékk Kaffistofa Samhjálpar inn í Hátúni 2, á neðri hæð Fíladelfíu kirkju, en til stóð að Kaffistofan myndi flytja á Grensásveg 46 í desember 2025, Þar hafa þó framkvæmdir verið stöðvaðar því það lítur út fyrir samkvæmt viðtölum við formann Húsfélags á svæðinu að Kaffistofa Samhjálpar sé ekki velkomin í þeirra nærumhverfi. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu“ segir Guðrún Ágústa Framkvæmdastjóri Samhjálpar í viðtali sem Vísir tók við hana. Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til þeirra leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun. Og svo virðist sem félagslega útskúfunin haldi áfram. „Þetta fólk“ er ekki velkomið á Grensásveg. Okkar minnstu bræður og systur, heimilislausir, fólk með geðrænar áskoranir, einstaklingar með áfengis- og vímuefnavanda. Jaðarsettasti hópur okkar samfélags les nú fréttir þar sem íbúar á og við Grensásveg vill ekki sjá þau, samkvæmt umræddum formanni húsfélags á svæðinu. Einn af þeirra fáu möguleikum að fá í sig hita, næringu og samfélag er Kaffistofa Samhjálpar. Samkvæmt Formanni húsfélagsins sem kom fram í viðtölum á DV og Vísi þá vill enginn búa þar sem Samhjálp er nálægt. Skilgreining á fordómum (prejudice): Fordómar eru fordæmandi og yfirleitt neikvæð viðhorf sem einstaklingur eða hópur ber gagnvart öðrum einstaklingi eða hópi, byggð á fyrirframgefnum hugmyndum fremur en raunverulegri þekkingu, reynslu eða rökum. Fordómar fela oft í sér alhæfingar, staðalmyndir, og matskenndar tilfinningar sem geta orðið grundvöllur að mismunun. Í fræðilegum skilningi samanstanda fordómar af þremur þáttum: Hugrænum þætti (cognitive) – staðalmyndir, alhæfingar eða trú á eiginleika hóps án sannana. Tilfinningalegum þætti (affective) – jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum gagnvart hópnum. Hegðunartengdum þætti (behavioral) – tilhneigingu til að hegða sér á tiltekinn hátt gagnvart viðkomandi hópi (t.d. forðun, fjandskapur), þó að það sé formlega skilgreint sem „mismunun“ þegar það verður að hegðun. Fordómar eru fyrirfram mótuð, tilfinningaleg og oft neikvæð viðhorf gagnvart einstaklingum eingöngu á grundvelli þess að þeir tilheyri ákveðnum félagslegum hópi, óháð raunverulegum eiginleikum þeirra eða athöfnum. – samandregið úr ritrýndum skilgreiningum í félagssálfræði (t.d. Allport, 1954; Dovidio, Hewstone, Glick & Esses, 2010). Framkvæmdastjóri Samhjálpar lýsir þakklæti fyrir stuðning eftir að henni bárust skilaboð um að í Hverfisgrúppu 108 þar sem umræðan fór fram hafi meirihluti ummæla verið jákvæð í garð flutninga Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg. Það verður að teljast gott að meirihluti þeirra sem búa í nágrenninu vilji að okkar samfélag eigi stað sem getur haldið áfram að gefa tvö-þrjú hundruð máltíðir á dag til þeirra sem á því þurfa að halda. Persónuleg skoðun mín er að um mannréttindamál sé að ræða og óska ég þess einarðlega að við getum búið í samfélagi sem vill halda utan um þá sem minna mega sín Ég læt orð Guðrúnar Ágústu – Framkvæmdastjóra Samhjálpar úr viðtali við hana á Vísi verða þau síðustu: „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Höfundur er stuðningsmaður Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025. Tímabundið fékk Kaffistofa Samhjálpar inn í Hátúni 2, á neðri hæð Fíladelfíu kirkju, en til stóð að Kaffistofan myndi flytja á Grensásveg 46 í desember 2025, Þar hafa þó framkvæmdir verið stöðvaðar því það lítur út fyrir samkvæmt viðtölum við formann Húsfélags á svæðinu að Kaffistofa Samhjálpar sé ekki velkomin í þeirra nærumhverfi. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu“ segir Guðrún Ágústa Framkvæmdastjóri Samhjálpar í viðtali sem Vísir tók við hana. Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til þeirra leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun. Og svo virðist sem félagslega útskúfunin haldi áfram. „Þetta fólk“ er ekki velkomið á Grensásveg. Okkar minnstu bræður og systur, heimilislausir, fólk með geðrænar áskoranir, einstaklingar með áfengis- og vímuefnavanda. Jaðarsettasti hópur okkar samfélags les nú fréttir þar sem íbúar á og við Grensásveg vill ekki sjá þau, samkvæmt umræddum formanni húsfélags á svæðinu. Einn af þeirra fáu möguleikum að fá í sig hita, næringu og samfélag er Kaffistofa Samhjálpar. Samkvæmt Formanni húsfélagsins sem kom fram í viðtölum á DV og Vísi þá vill enginn búa þar sem Samhjálp er nálægt. Skilgreining á fordómum (prejudice): Fordómar eru fordæmandi og yfirleitt neikvæð viðhorf sem einstaklingur eða hópur ber gagnvart öðrum einstaklingi eða hópi, byggð á fyrirframgefnum hugmyndum fremur en raunverulegri þekkingu, reynslu eða rökum. Fordómar fela oft í sér alhæfingar, staðalmyndir, og matskenndar tilfinningar sem geta orðið grundvöllur að mismunun. Í fræðilegum skilningi samanstanda fordómar af þremur þáttum: Hugrænum þætti (cognitive) – staðalmyndir, alhæfingar eða trú á eiginleika hóps án sannana. Tilfinningalegum þætti (affective) – jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum gagnvart hópnum. Hegðunartengdum þætti (behavioral) – tilhneigingu til að hegða sér á tiltekinn hátt gagnvart viðkomandi hópi (t.d. forðun, fjandskapur), þó að það sé formlega skilgreint sem „mismunun“ þegar það verður að hegðun. Fordómar eru fyrirfram mótuð, tilfinningaleg og oft neikvæð viðhorf gagnvart einstaklingum eingöngu á grundvelli þess að þeir tilheyri ákveðnum félagslegum hópi, óháð raunverulegum eiginleikum þeirra eða athöfnum. – samandregið úr ritrýndum skilgreiningum í félagssálfræði (t.d. Allport, 1954; Dovidio, Hewstone, Glick & Esses, 2010). Framkvæmdastjóri Samhjálpar lýsir þakklæti fyrir stuðning eftir að henni bárust skilaboð um að í Hverfisgrúppu 108 þar sem umræðan fór fram hafi meirihluti ummæla verið jákvæð í garð flutninga Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg. Það verður að teljast gott að meirihluti þeirra sem búa í nágrenninu vilji að okkar samfélag eigi stað sem getur haldið áfram að gefa tvö-þrjú hundruð máltíðir á dag til þeirra sem á því þurfa að halda. Persónuleg skoðun mín er að um mannréttindamál sé að ræða og óska ég þess einarðlega að við getum búið í samfélagi sem vill halda utan um þá sem minna mega sín Ég læt orð Guðrúnar Ágústu – Framkvæmdastjóra Samhjálpar úr viðtali við hana á Vísi verða þau síðustu: „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Höfundur er stuðningsmaður Samhjálpar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun