Fótbolti

Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Real Madrid varð á í messunni er félagið minntist Diogos Jota og bróður hans sem létust í bílslysi í sumar.
Real Madrid varð á í messunni er félagið minntist Diogos Jota og bróður hans sem létust í bílslysi í sumar.

Real Madrid hefur beðist afsökunar á að hafa notað mynd af röngum manni þegar félagið minntist Diogos Jota og bróður hans, André Silva.

Í myndbandi sem var sýnt á allsherjarþingi Real Madrid birtist mynd af Jota ásamt André Silva, leikmanni Elche.

Nafni hans lést ásamt Jota í bílslysi í júlí síðastliðnum. Hann var 25 ára og lék með Penafiel í portúgölsku B-deildinni.

Hinn André Silva er þrítugur og hefur leikið 53 landsleiki fyrir Portúgal. Hann spilaði með Jota hjá Porto en hefur einnig leikið með AC Milan, Frankfurt og RB Leipzig.

André Silva og félagar hans í Elche gerðu 2-2 jafntefli við Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. André Silva var í byrjunarliði Elche.

Jota var 28 ára þegar hann lést. Hann lék með Liverpool í fimm ár og varð Englandsmeistari með liðinu í vor. Jota skoraði 65 mörk í 182 leikjum fyrir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×