Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 08:21 Tveir einstaklingar lentu í vandræðum vegna ísingar og brattlendis í Skessuhorni. Drónar komu að góðu gagni við aðgerðina en þeir nýttust meðal annars við að lýsa upp fjallshlíðina í myrkrinu. mynd/Sigurjón Einarsson Björgunarsveitir á Vesturlandi sinntu tveimur útköllum vegna göngufólks í vanda síðdegis í gær. Drónar voru nýttir við leit að tveimur göngumönnum í erfiðum aðstæðum á Skessuhorni og í Eyrarhyrnu hafði göngumaður runnið nokkuð niður hlíðina vegna ísingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni. Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni.
Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira