Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar 24. nóvember 2025 15:03 Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun