Hareide með krabbamein í heila Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2025 19:44 Åge Hareide hætti sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir ári síðan. AP/Darko Vojinovic Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. „Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003. Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003.
Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira