Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 22:13 Meðal bæjarfélaga sem geta orðið fyrir áhrifum afnámsins er Flateyri. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. „Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira