Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 18:12 Argentína vann Frakkland í úrslitaleik HM 2022. Liðin munu ekki geta mæst fyrr en í undanúrslitum á HM næsta sumar, ef þau vinna sína riðla. Getty/David Ramos Það skýrist eftir tíu daga hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. FIFA tilkynnti í dag hvernig styrkleikaflokkarnir líta út og greindi frá nýjung sem auka á líkurnar á að efstu landslið heimslistans mætist ekki snemma á mótinu. HM, sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum, fer að mestu fram í Bandaríkjunum en einnig í Mexíkó og Kanada. Gestgjafarnir þrír eru í efsta styrkleikaflokki og verða kúlur þeirra sérmerktar í drættinum, því búið er að ákveða nákvæmlega í hvaða riðlum þeir verða. Styrkleikaflokkarnir fyrir HM 2026 í fótbolta.FIFA FIFA ákvað einnig, í fyrsta skipti, að setja sérstakar skorður varðandi fjögur bestu landsliðin á heimslistanum. Spánn (1. sæti) og Argentína (2. sæti) eru þannig „pöruð saman“ og geta ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, ef þau vinna sína riðla. Frakkland (3. sæti) og England (4. sæti) eru einnig pöruð og geta því að sama skapi ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, og ekki mætt Spáni eða Argentínu fyrr en í undanúrslitum, ef þessi lið vinna hvert sinn riðil. Sex sæti laus fram í lok mars Enn eru sex laus sæti á HM sem barist verður um í umspilinu í lok mars. Fjögur fara til Evrópuþjóða, mögulega Íranna hans Heimis Hallgrímssonar, og tvö til þjóða úr öðrum heimsálfum. Liðin sem komast á HM í gegnum umspil eru öll í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn, ásamt til að mynda nýliðum Curacao, Jórdaníu og Grænhöfðaeyja. Nýliðar Úsbekistan eru í 3. flokki. Dregið verður í tólf fjögurra liða riðla og er reglan sú að ekki séu fleiri en ein þjóð úr hverri heimsálfu í hverjum riðli. Undanþága er þó varðandi fjóra riðla sem verða með tveimur Evrópuþjóðum. Styrkleikaflokkar fyrir HM-drátt 5. desember: Flokkur 1: Bandaríkin, Mexíkó, Kanada, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Portúgal, Brasilía, Holland, Belgía, Þýskaland. Flokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía. Flokkur 3: Panama, Noregur, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Fílabeinsströndin, Túnis, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka. Flokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, UEFA umspil 1, UEFA umspil 2, UEFA umspil 3, UEFA umspil 4, Álfuumspil 1, Álfuumspil 2. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
HM, sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum, fer að mestu fram í Bandaríkjunum en einnig í Mexíkó og Kanada. Gestgjafarnir þrír eru í efsta styrkleikaflokki og verða kúlur þeirra sérmerktar í drættinum, því búið er að ákveða nákvæmlega í hvaða riðlum þeir verða. Styrkleikaflokkarnir fyrir HM 2026 í fótbolta.FIFA FIFA ákvað einnig, í fyrsta skipti, að setja sérstakar skorður varðandi fjögur bestu landsliðin á heimslistanum. Spánn (1. sæti) og Argentína (2. sæti) eru þannig „pöruð saman“ og geta ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, ef þau vinna sína riðla. Frakkland (3. sæti) og England (4. sæti) eru einnig pöruð og geta því að sama skapi ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum, og ekki mætt Spáni eða Argentínu fyrr en í undanúrslitum, ef þessi lið vinna hvert sinn riðil. Sex sæti laus fram í lok mars Enn eru sex laus sæti á HM sem barist verður um í umspilinu í lok mars. Fjögur fara til Evrópuþjóða, mögulega Íranna hans Heimis Hallgrímssonar, og tvö til þjóða úr öðrum heimsálfum. Liðin sem komast á HM í gegnum umspil eru öll í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn, ásamt til að mynda nýliðum Curacao, Jórdaníu og Grænhöfðaeyja. Nýliðar Úsbekistan eru í 3. flokki. Dregið verður í tólf fjögurra liða riðla og er reglan sú að ekki séu fleiri en ein þjóð úr hverri heimsálfu í hverjum riðli. Undanþága er þó varðandi fjóra riðla sem verða með tveimur Evrópuþjóðum. Styrkleikaflokkar fyrir HM-drátt 5. desember: Flokkur 1: Bandaríkin, Mexíkó, Kanada, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Portúgal, Brasilía, Holland, Belgía, Þýskaland. Flokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía. Flokkur 3: Panama, Noregur, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Fílabeinsströndin, Túnis, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka. Flokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, UEFA umspil 1, UEFA umspil 2, UEFA umspil 3, UEFA umspil 4, Álfuumspil 1, Álfuumspil 2.
Styrkleikaflokkar fyrir HM-drátt 5. desember: Flokkur 1: Bandaríkin, Mexíkó, Kanada, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Portúgal, Brasilía, Holland, Belgía, Þýskaland. Flokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía. Flokkur 3: Panama, Noregur, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Fílabeinsströndin, Túnis, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka. Flokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, UEFA umspil 1, UEFA umspil 2, UEFA umspil 3, UEFA umspil 4, Álfuumspil 1, Álfuumspil 2.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira