Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 20:27 Alma Möller er heilbrigðisráðherra landsins. Vísir/Anton Brink Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. „Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“
Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira