Sport

Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var létt yfir Henry og Andra fyrir utan Nissan Stadium.
Það var létt yfir Henry og Andra fyrir utan Nissan Stadium.

Strákarnir í Lokasókninni lögðu land undir fót á dögunum og skelltu sér á leik í NFL-deildinni.

Ferðinni var heitið til gleðiborgarinnar Nashville ásamt tæplega tuttugu öðrum NFL-aðdáendum en ferðin var farin í samstarfi við Icelandair.

Hópurinn sá leik Tennessee Titans og Houston Texans á hinum glæsilega Nissan Stadium í Nashville. Sá leikur var æsispennandi fram á síðustu sekúndu.

Fyrir utan leikinn naut hópurinn veðurblíðunnar í Nashville og skemmti sér vel í frábærri borg.

Andri Ólafsson og Henry Birgir Gunnarsson tóku hús á fólki á leikdegi og afraksturinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Lokasóknin í Nashville



Fleiri fréttir

Sjá meira


×