„Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2025 17:03 Ólafi Stephensen, til vinstri, líst ekkert á frumvarp Daða Más Kristóferssonar, til hægri. Vísir Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum. Þetta kemur fram í umsögn sem FA sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að beiðni nefndarinnar í dag. Daði Már mælti fyrir frumvarpinu á mánudag í síðustu viku og það gekk til nefndarinnar eftir samþykkt Alþingis í tveimur atkvæðagreiðslum. Í umsögninni segir að í frumvarpinu sé að finna fjórar greinar sem ekki var að finna í frumvarpsdrögum sem félagið hafði þegar veitt umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Ákvæðin opin fyrir túlkun Þar leggi Daði Már til að með breytingum á tollalögum verði honum veittar heimildir til að beita svokölluðum verndarráðstöfunum gagnvart innflutningi. Þannig heimili tiltekin ákvæði ráðherra að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Í annarri grein sé jafnframt lagt til að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að grípa til mótvægisaðgerða í formi endurskoðunar gjalda og niðurfellingar tollívilnana, verði innlendir framleiðendur fyrir áhrifum af verndarráðstöfunum annars ríkis. „FA leggst eindregið gegn samþykkt þessara ákvæða. Að mati félagsins eru þau opin fyrir túlkun og auðvelt að misnota þau í þágu verndarstefnu, það er til að vernda innlenda framleiðslu fyrir eðlilegri alþjóðlegri samkeppni og valda um leið hagsmunum bæði neytenda og innflytjenda skaða. Enn alvarlegra er að með þessum ákvæðum er verið að framselja fjármála- og efnahagsráðherra skattlagningarvald, sem samkvæmt stjórnarskrá Íslands er í höndum Alþingis eins. Efni frumvarpsins gengur bersýnilega í berhögg við skýr ákvæði stjórnarskrár sem banna það framsal skattlagningarvalds sem þar er lagt til.“ Eins og enginn í ráðuneytinu hafi lesið fjölda dóma um málið Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA segir í samtali við Vísi að áform fjármálaráðherra slái hann afar illa. „Fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til dómstóla til að sækja rétt sinn samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Það er engu líkara en að í fjármálaráðuneytinu hafi enginn lesið þá mörgu dóma sem hafa fallið. Það væri að okkar mati fullkomið hneyksli að Alþingi samþykkti þessi ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér skýrt og opinskátt brot á stjórnarskránni.“ Tvítekið bann Í umsögninni vitnar FA til 40. greinar stjórnarskrár, sem mælir fyrir um að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum, og 77. greinar hennar, sem mælir fyrir um að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Í skýringu með síðarnefnda ákvæðinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá hafi sagt að með orðalaginu í ákvæðinu væri leitast við að taka af skarið með miklu ákveðnari hætti en væri gert í 40. gr. stjórnarskrárinnar um að löggjafinn megi ekki framselja til framkvæmdarvaldsins ákvörðunarrétt um fyrrnefnd atriði, heldur yrði að taka afstöðu til þeirra í settum lögum. „Bannið við framsali skattlagningarvalds er því svo skýrt í stjórnarskránni að það er í raun tvítekið,“ segir í umsögninni. Þá segir að enginn vafi leiki á því að tollar teljist til skatta í skilningi stjórnarskrárinnar. Ofangreind ákvæði frumvarpins, yrðu þau samþykkt, myndu brjóta í bága við þessi ákvæði stjórnarskrárinnar og, miðað við áralanga dómaframkvæmd Hæstaréttar , ekki standast fyrir dómi. Átta ár ekki sérlega afmarkaður gildistími Þá er kafli greinargerðar frumvarpsins um samræmi þess við stjórnarskrána í umsögninni sögð ófullnægjandi, mótsagnakennd og hreinlega ekki í samræmi við meginreglur íslenskrar stjórnskipunar. „Í kaflanum sé vitnað til ofangreindra 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar, en sagt að verndarráðstafanirnar feli í sér „tímabundna og afmarkaða heimild". „Annars staðar í greinargerðinni kemur hins vegar fram að verndartollarnir geti verið í gildi í allt að átta ár! Það er ekki mjög afmarkaður gildistími. Ekkert í stjórnarskránni heimilar heldur tímabundið framsal skattlagningarvalds til ráðherra. Bann 40. og 77. gr. stjórnarskrár er fortakslaust og skiptir þar engu máli hvort framsalið er tímabundið eða afmarkað.“ Þá segir að í greinargerðinni segi að þar sem ráðherra sé skylt, samkvæmt tollalögum, að birta ákvörðun sína í Stjórnartíðindum, geti Alþingi sinnt eftirlitshlutverki sínu, telji það ástæðu til. „Hér er enn talað eins og ráðherra hafi eitthvert skattlagningarvald, sem þingið eigi að hafa eftirlit með. Enn er því ástæða til að árétta það sem að framan segir: Ráðherrar hafa ekkert skattlagningarvald. Stjórnarskráin bannar það.“ Alþingi geti ekki leyft sér að samþykkja frumvarpið Loks segir í umsögninni að í greinargerðinni komi ekki annað fram um nauðsyn breytinga á tollalögum en að grundvallarbreytingar hafi orðið á alþjóðaviðskiptum á undanförnum árum, aðfangakeðjur hafi reynst brothættar og viðkvæmar fyrir áföllum og að pólitísk spenna hafi raskað annars traustum viðskiptasamböndum. Við slíkar aðstæður geti reynst mikilvægt að gera stjórnvöldum kleift að bregðast skjótt við til verndar innlendri framleiðslu, á ábyrgan og gagnsæjan hátt í samræmi við skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. „FA telur það liggja algjörlega Í augum uppi að slík viðbrögð stjórnvalda verði að rúmast innan ramma stjórnarskrár Íslands. Það blasir við að ákvarðanir um breytingar á tollum, hvort heldur eru undirboðs- , jöfnunar- eða verndartollum, verða að koma til kasta Alþingis og ekki er hægt að fela ráðherrum vald til að gera slíkar breytingar á skattlagningu. Alþingi getur ekki leyft sér að samþykkja stjórnarfrumvarp sem fer þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar með svo augljósum og opinskáum hætti.“ Atvinnurekendur Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn sem FA sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að beiðni nefndarinnar í dag. Daði Már mælti fyrir frumvarpinu á mánudag í síðustu viku og það gekk til nefndarinnar eftir samþykkt Alþingis í tveimur atkvæðagreiðslum. Í umsögninni segir að í frumvarpinu sé að finna fjórar greinar sem ekki var að finna í frumvarpsdrögum sem félagið hafði þegar veitt umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Ákvæðin opin fyrir túlkun Þar leggi Daði Már til að með breytingum á tollalögum verði honum veittar heimildir til að beita svokölluðum verndarráðstöfunum gagnvart innflutningi. Þannig heimili tiltekin ákvæði ráðherra að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Í annarri grein sé jafnframt lagt til að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að grípa til mótvægisaðgerða í formi endurskoðunar gjalda og niðurfellingar tollívilnana, verði innlendir framleiðendur fyrir áhrifum af verndarráðstöfunum annars ríkis. „FA leggst eindregið gegn samþykkt þessara ákvæða. Að mati félagsins eru þau opin fyrir túlkun og auðvelt að misnota þau í þágu verndarstefnu, það er til að vernda innlenda framleiðslu fyrir eðlilegri alþjóðlegri samkeppni og valda um leið hagsmunum bæði neytenda og innflytjenda skaða. Enn alvarlegra er að með þessum ákvæðum er verið að framselja fjármála- og efnahagsráðherra skattlagningarvald, sem samkvæmt stjórnarskrá Íslands er í höndum Alþingis eins. Efni frumvarpsins gengur bersýnilega í berhögg við skýr ákvæði stjórnarskrár sem banna það framsal skattlagningarvalds sem þar er lagt til.“ Eins og enginn í ráðuneytinu hafi lesið fjölda dóma um málið Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA segir í samtali við Vísi að áform fjármálaráðherra slái hann afar illa. „Fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til dómstóla til að sækja rétt sinn samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Það er engu líkara en að í fjármálaráðuneytinu hafi enginn lesið þá mörgu dóma sem hafa fallið. Það væri að okkar mati fullkomið hneyksli að Alþingi samþykkti þessi ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér skýrt og opinskátt brot á stjórnarskránni.“ Tvítekið bann Í umsögninni vitnar FA til 40. greinar stjórnarskrár, sem mælir fyrir um að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum, og 77. greinar hennar, sem mælir fyrir um að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Í skýringu með síðarnefnda ákvæðinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá hafi sagt að með orðalaginu í ákvæðinu væri leitast við að taka af skarið með miklu ákveðnari hætti en væri gert í 40. gr. stjórnarskrárinnar um að löggjafinn megi ekki framselja til framkvæmdarvaldsins ákvörðunarrétt um fyrrnefnd atriði, heldur yrði að taka afstöðu til þeirra í settum lögum. „Bannið við framsali skattlagningarvalds er því svo skýrt í stjórnarskránni að það er í raun tvítekið,“ segir í umsögninni. Þá segir að enginn vafi leiki á því að tollar teljist til skatta í skilningi stjórnarskrárinnar. Ofangreind ákvæði frumvarpins, yrðu þau samþykkt, myndu brjóta í bága við þessi ákvæði stjórnarskrárinnar og, miðað við áralanga dómaframkvæmd Hæstaréttar , ekki standast fyrir dómi. Átta ár ekki sérlega afmarkaður gildistími Þá er kafli greinargerðar frumvarpsins um samræmi þess við stjórnarskrána í umsögninni sögð ófullnægjandi, mótsagnakennd og hreinlega ekki í samræmi við meginreglur íslenskrar stjórnskipunar. „Í kaflanum sé vitnað til ofangreindra 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar, en sagt að verndarráðstafanirnar feli í sér „tímabundna og afmarkaða heimild". „Annars staðar í greinargerðinni kemur hins vegar fram að verndartollarnir geti verið í gildi í allt að átta ár! Það er ekki mjög afmarkaður gildistími. Ekkert í stjórnarskránni heimilar heldur tímabundið framsal skattlagningarvalds til ráðherra. Bann 40. og 77. gr. stjórnarskrár er fortakslaust og skiptir þar engu máli hvort framsalið er tímabundið eða afmarkað.“ Þá segir að í greinargerðinni segi að þar sem ráðherra sé skylt, samkvæmt tollalögum, að birta ákvörðun sína í Stjórnartíðindum, geti Alþingi sinnt eftirlitshlutverki sínu, telji það ástæðu til. „Hér er enn talað eins og ráðherra hafi eitthvert skattlagningarvald, sem þingið eigi að hafa eftirlit með. Enn er því ástæða til að árétta það sem að framan segir: Ráðherrar hafa ekkert skattlagningarvald. Stjórnarskráin bannar það.“ Alþingi geti ekki leyft sér að samþykkja frumvarpið Loks segir í umsögninni að í greinargerðinni komi ekki annað fram um nauðsyn breytinga á tollalögum en að grundvallarbreytingar hafi orðið á alþjóðaviðskiptum á undanförnum árum, aðfangakeðjur hafi reynst brothættar og viðkvæmar fyrir áföllum og að pólitísk spenna hafi raskað annars traustum viðskiptasamböndum. Við slíkar aðstæður geti reynst mikilvægt að gera stjórnvöldum kleift að bregðast skjótt við til verndar innlendri framleiðslu, á ábyrgan og gagnsæjan hátt í samræmi við skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. „FA telur það liggja algjörlega Í augum uppi að slík viðbrögð stjórnvalda verði að rúmast innan ramma stjórnarskrár Íslands. Það blasir við að ákvarðanir um breytingar á tollum, hvort heldur eru undirboðs- , jöfnunar- eða verndartollum, verða að koma til kasta Alþingis og ekki er hægt að fela ráðherrum vald til að gera slíkar breytingar á skattlagningu. Alþingi getur ekki leyft sér að samþykkja stjórnarfrumvarp sem fer þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar með svo augljósum og opinskáum hætti.“
Atvinnurekendur Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira