Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2025 17:15 Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, getur loksins farið að starfa sem slíkur hér á landi. vísir/stefán Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. „Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun. Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira