Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 07:27 Heimir Hallgrímsson og markvörðurinn Caoimhin Kelleher féllust í faðma eftir að Írland komst áfram í HM-umspilið. GEtty/Stephen McCarthy John Martin, yfirmaður knattspyrnumála írska knattspyrnusambandsins, færir í viðtali mörg rök fyrir því að vilja halda Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara en neitar þó að svara því hvort honum verði boðinn nýr samningur á næstunni. „Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira