Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Forlagið 28. nóvember 2025 12:47 Nýjasta bók Gunnars Helgasonar heitir Birtingur og símabannið mikla. Um 70 þúsund manns hafa séð kynningarmyndbandið á samfélagsmiðlum. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson. Það ríkir alltaf tilhlökkun meðal ungra lesenda þegar Gunnar Helgason gefur út nýja bók. Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta bók Gunnars sem ber heitið Birtingur og símabannið mikla. Þar segir frá Birtingi sem á foreldra sem eru í uppeldisátaki og ætla að taka af honum símann yfir sumarið. Um leið banna þau honum að vera í tölvunni. Eðlilega eru þetta vondar fréttir fyrir Birting en foreldrar hans segja honum að hann geti þá bara keypt sinn eigin síma. Birtingur fer þá að selja ýmislegt dót, safna dósum og fleiri og í kjölfarið hefst skemmtileg og fyndin atburðarás í anda fyrri bóka Gunnars. Forlagið og Gunnar Helgason réðust í gerð kynningarmyndbands vegna bókarinnar og er óhætt að segja að það hafi vakið sterk viðbrögð. Þar má sjá ungan mann taka brjálæðiskast þegar foreldrar hans tilkynna honum að hann sé kominn í símabann. Það fór illa í okkar mann sem kastaði pakka af morgunkorni og opinni mjólkurfernu í móður sína. Gunnar birti myndbandið á samfélagsmiðlum sínum og hafa tæplega 70.000 manns séð það á TikTok, Facebook og Instagram. Þar spunnust miklar umræður um símanotkun unglinga og hvort eðlilegt væri að foreldri væri að birta svona myndband af barni sínu. Nokkrum dögum síðar leiðrétti Gunnar málið og benti fólki á að það væri verið að sviðsetja atriði úr bókinni hans. Komu þessi miklu viðbrögð við myndbandinu þér á óvart? „Já, ég bjóst kannski við 20 þúsund áhorfum en þetta fór langt fram úr öllum væntingum. Og það kom mér á óvart hvað mörgum var umhugað um drenginn. Að það ætti ekki að birta svona myndband af barni. Mér fannst það fallegt. Ég bjóst frekar við að þetta myndi skapa umræðu um af hverju við erum að láta börn fá snjallsíma og spila svona mikið af tölvuleikjum en það gerðist ekki. Margir lýstu því hins vegar hvernig þau höfðu upplifað þetta á eigin heimili þegar tölva eða sími var tekin af barni. Árni lék þetta svo vel að mjög fáir áttuðu sig á því að þetta var leikið.“ Er þér sem barna- og unglingabókahöfundi umhugað um þessa miklu símanotkun barna og unglinga og fullorðinna ef út í það er farið? „Sko! Nú á síðustu misserum er stöðugt verið að tala um minnkandi lesskilning, kvíða barna og unglinga, stafrænt ofbeldi og annað í þeim dúr. Hinir fullorðnu sem tjá sig um þetta virðast öll vera af vilja gerð til að laga þetta en tala aldrei um ástæðu þessa alls sem er tæknivæðing barnanna okkar.“ Það er búið að rannsaka áhrif snjallsíma á börn og fullorðna og þau eru vægast sagt hræðileg. „Orðaforði minnkar, kvíði og depurð aukast sem og einmanaleiki. Þetta dregur úr samskiptum í raunheimum, styttir nætursvefn og einbeiting minnkar. Þetta dregur beinlínis úr hæfni til að einbeita sér. Og þetta er hannað til að framleiða dópamín þannig að við verðum háð þessu. Ég er ekki að búa þetta til. Ég endurtek, það er búið að rannsaka þetta. Við erum að verða heimskari og við erum að búa til fíkla. Það er í rauninni fáránlegt að við leyfum þessi tæki.“ Honum finnst eins og að við séum alltaf að tala um að þakið leki og að við verðum bara að redda fleiri fötum til að setja undir lekann í staðinn fyrir að gera við hann. „Það talar enginn um að gera við lekann. Ég er búinn að gera við lekann í mínu lífi því ég er hættur að skrolla. Ég var á tímabili dottinn ofan í skroll-hyldýpi og það var erfitt að hætta. En ég er hættur á Instagram, X og hvað þetta heitir allt saman og í símanum mínum er engir leikir lengur. Og ég sef betur. Og er bara fullur af orku allan daginn. Þetta er æðislegt nýtt líf. Og bókin er náttúrlega ekki fræðigrein um áhrif snjallsíma á börn. Þetta er bara mjög skemmtileg bók held ég. Ég er að minnsta kosti að fá talsvert af skilaboðum frá fólki sem segist grenja úr hlátri við lesturinn. Og það sama heyri ég frá börnum þegar ég fer í skólana að lesa.“ Hvaða bækur ert þú að lesa um þessar mundir og eru einhverjar sérstakar nýjar bækur sem þú ert spenntur fyrir? „Ég var að ljúka við unglingabókina Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur og hún er fræbær. Það er alltaf verið að tala um að það vanti unglingabækur svo það er eins gott að hún verði keypt í bílförmum. Næst á dagskrá er bókin Álfareiðin eftir Gunnar T. Eggertsson sem er önnur unglingabók og Hyldýpi eftir Kára Valtýsson. Ég er reyndar smá smeykur við svona myrkar bækur en ég er samt spenntur. Mér finnst margar spennandi bækur í flóðinu þetta árið.“ Viðbrögðin á samfélagsmiðlum komu á óvart Ungi maðurinn sem á stórleik í myndbandinu heitir Árni Gauti og er fimmtán ára nemandi í Vogaskóla í Reykjavík. Hann segir hafa verið mjög gaman að leika í auglýsingunni og að Gunnar og eiginkona hans, Björk Jakobsdóttir leikkona og leikstjóri sem lék móðurina, hafi verið ótrúlega hjálpleg. „Það var skemmtilegast að fá að dúndra mjólkinni svona í Björk,“ segir Árni Gauti hlæjandi. „Það er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi.“ Stjarna myndbandsins heitir Árni Gauti og er fimmtán ára nemandi í Vogaskóla í Reykjavík. Viðbrögðin við auglýsingunni á samfélagsmiðlum komu honum á óvart. Hann hefur fengið mikið af alls konar spurningum og athugasemdum og eins hafi hann verið mikið „taggaður“ á TikTok. „Sumir kunningjar mínir voru ekki alveg vissir um hvort þetta væri í alvöru en þá voru þau greinilega ekki að hlusta nógu vel, því það var auðvitað sagt Birtingur þarna fyrst.“ Árni Gauti hefur mikinn áhuga á leiklist og er m.a. í sviðslistaskólanum Dýnamík. Í vor geta landsmenn séð hann bregða fyrir í nýrri sjónvarpsseríu sem ber heitið Tuttugu og eitthvað og verður sýnd á RÚV. Hvenær fékkstu áhuga á leiklist og ætlar þú jafnvel að leggja hana fyrir þig í framtíðinni? „Áhugi minn á leiklist kviknaði í 4. bekk í fyrsta skólaleikritinu mínu í Vogaskóla. Þar lék ég Imma ananas í Ávaxtakörfunni. Ég hef aðallega leikið á sviði með Dýnamík í Borgarleikhúsinu og í Skrekk fyrir Vogaskóla og vonast til að verða leikari í framtíðinni.“ Hvað ert þú helst að lesa þessa dagana? „Ég hef mjög gaman af Harry Potter og Hungurleikunum og er einmitt núna að klára Sól rís á sláttudegi. Svo er ég auðvitað mjög spenntur fyrir Birtingur og símabannið mikla.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Sjá meira
Eðlilega eru þetta vondar fréttir fyrir Birting en foreldrar hans segja honum að hann geti þá bara keypt sinn eigin síma. Birtingur fer þá að selja ýmislegt dót, safna dósum og fleiri og í kjölfarið hefst skemmtileg og fyndin atburðarás í anda fyrri bóka Gunnars. Forlagið og Gunnar Helgason réðust í gerð kynningarmyndbands vegna bókarinnar og er óhætt að segja að það hafi vakið sterk viðbrögð. Þar má sjá ungan mann taka brjálæðiskast þegar foreldrar hans tilkynna honum að hann sé kominn í símabann. Það fór illa í okkar mann sem kastaði pakka af morgunkorni og opinni mjólkurfernu í móður sína. Gunnar birti myndbandið á samfélagsmiðlum sínum og hafa tæplega 70.000 manns séð það á TikTok, Facebook og Instagram. Þar spunnust miklar umræður um símanotkun unglinga og hvort eðlilegt væri að foreldri væri að birta svona myndband af barni sínu. Nokkrum dögum síðar leiðrétti Gunnar málið og benti fólki á að það væri verið að sviðsetja atriði úr bókinni hans. Komu þessi miklu viðbrögð við myndbandinu þér á óvart? „Já, ég bjóst kannski við 20 þúsund áhorfum en þetta fór langt fram úr öllum væntingum. Og það kom mér á óvart hvað mörgum var umhugað um drenginn. Að það ætti ekki að birta svona myndband af barni. Mér fannst það fallegt. Ég bjóst frekar við að þetta myndi skapa umræðu um af hverju við erum að láta börn fá snjallsíma og spila svona mikið af tölvuleikjum en það gerðist ekki. Margir lýstu því hins vegar hvernig þau höfðu upplifað þetta á eigin heimili þegar tölva eða sími var tekin af barni. Árni lék þetta svo vel að mjög fáir áttuðu sig á því að þetta var leikið.“ Er þér sem barna- og unglingabókahöfundi umhugað um þessa miklu símanotkun barna og unglinga og fullorðinna ef út í það er farið? „Sko! Nú á síðustu misserum er stöðugt verið að tala um minnkandi lesskilning, kvíða barna og unglinga, stafrænt ofbeldi og annað í þeim dúr. Hinir fullorðnu sem tjá sig um þetta virðast öll vera af vilja gerð til að laga þetta en tala aldrei um ástæðu þessa alls sem er tæknivæðing barnanna okkar.“ Það er búið að rannsaka áhrif snjallsíma á börn og fullorðna og þau eru vægast sagt hræðileg. „Orðaforði minnkar, kvíði og depurð aukast sem og einmanaleiki. Þetta dregur úr samskiptum í raunheimum, styttir nætursvefn og einbeiting minnkar. Þetta dregur beinlínis úr hæfni til að einbeita sér. Og þetta er hannað til að framleiða dópamín þannig að við verðum háð þessu. Ég er ekki að búa þetta til. Ég endurtek, það er búið að rannsaka þetta. Við erum að verða heimskari og við erum að búa til fíkla. Það er í rauninni fáránlegt að við leyfum þessi tæki.“ Honum finnst eins og að við séum alltaf að tala um að þakið leki og að við verðum bara að redda fleiri fötum til að setja undir lekann í staðinn fyrir að gera við hann. „Það talar enginn um að gera við lekann. Ég er búinn að gera við lekann í mínu lífi því ég er hættur að skrolla. Ég var á tímabili dottinn ofan í skroll-hyldýpi og það var erfitt að hætta. En ég er hættur á Instagram, X og hvað þetta heitir allt saman og í símanum mínum er engir leikir lengur. Og ég sef betur. Og er bara fullur af orku allan daginn. Þetta er æðislegt nýtt líf. Og bókin er náttúrlega ekki fræðigrein um áhrif snjallsíma á börn. Þetta er bara mjög skemmtileg bók held ég. Ég er að minnsta kosti að fá talsvert af skilaboðum frá fólki sem segist grenja úr hlátri við lesturinn. Og það sama heyri ég frá börnum þegar ég fer í skólana að lesa.“ Hvaða bækur ert þú að lesa um þessar mundir og eru einhverjar sérstakar nýjar bækur sem þú ert spenntur fyrir? „Ég var að ljúka við unglingabókina Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur og hún er fræbær. Það er alltaf verið að tala um að það vanti unglingabækur svo það er eins gott að hún verði keypt í bílförmum. Næst á dagskrá er bókin Álfareiðin eftir Gunnar T. Eggertsson sem er önnur unglingabók og Hyldýpi eftir Kára Valtýsson. Ég er reyndar smá smeykur við svona myrkar bækur en ég er samt spenntur. Mér finnst margar spennandi bækur í flóðinu þetta árið.“ Viðbrögðin á samfélagsmiðlum komu á óvart Ungi maðurinn sem á stórleik í myndbandinu heitir Árni Gauti og er fimmtán ára nemandi í Vogaskóla í Reykjavík. Hann segir hafa verið mjög gaman að leika í auglýsingunni og að Gunnar og eiginkona hans, Björk Jakobsdóttir leikkona og leikstjóri sem lék móðurina, hafi verið ótrúlega hjálpleg. „Það var skemmtilegast að fá að dúndra mjólkinni svona í Björk,“ segir Árni Gauti hlæjandi. „Það er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi.“ Stjarna myndbandsins heitir Árni Gauti og er fimmtán ára nemandi í Vogaskóla í Reykjavík. Viðbrögðin við auglýsingunni á samfélagsmiðlum komu honum á óvart. Hann hefur fengið mikið af alls konar spurningum og athugasemdum og eins hafi hann verið mikið „taggaður“ á TikTok. „Sumir kunningjar mínir voru ekki alveg vissir um hvort þetta væri í alvöru en þá voru þau greinilega ekki að hlusta nógu vel, því það var auðvitað sagt Birtingur þarna fyrst.“ Árni Gauti hefur mikinn áhuga á leiklist og er m.a. í sviðslistaskólanum Dýnamík. Í vor geta landsmenn séð hann bregða fyrir í nýrri sjónvarpsseríu sem ber heitið Tuttugu og eitthvað og verður sýnd á RÚV. Hvenær fékkstu áhuga á leiklist og ætlar þú jafnvel að leggja hana fyrir þig í framtíðinni? „Áhugi minn á leiklist kviknaði í 4. bekk í fyrsta skólaleikritinu mínu í Vogaskóla. Þar lék ég Imma ananas í Ávaxtakörfunni. Ég hef aðallega leikið á sviði með Dýnamík í Borgarleikhúsinu og í Skrekk fyrir Vogaskóla og vonast til að verða leikari í framtíðinni.“ Hvað ert þú helst að lesa þessa dagana? „Ég hef mjög gaman af Harry Potter og Hungurleikunum og er einmitt núna að klára Sól rís á sláttudegi. Svo er ég auðvitað mjög spenntur fyrir Birtingur og símabannið mikla.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Sjá meira