Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 07:02 Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs afgreitt fjárhagsáætlun næsta árs og liggur fyrir að um það bil helmingur barna á grunnskólaaldri mun geta sótt skóla í Kópavogi á árinu. Tæpur helmingur fer hins vegar á biðlista, enda ekki til fjármagn til að veita öllum börnum á aldrinum 6-15 ára menntun. Auðvitað myndum við vilja gera betur en við verðum að forgangsraða og við teljum okkur vera að dreifa fjármagninu með skynsamlegum hætti. Horft verður til þess að þau sem eru hvað verst sett fái skólavist, en önnur börn á skólaskyldualdri fara á biðlista. Sérstaklega verður horft til þess hvort til dæmis foreldrar hafi tök á að kenna þeim eitthvað heima, hvort þau eigi ömmu og afa sem geta hjálpað og hvort þau eigi systkini sem þau geti leikið sér við. Staða þeirra sem eru metin í lægri forgangsflokka verður hugsanlega endurskoðuð síðar, ef ástand þeirra versnar, stuðningur fjölskyldumeðlima fellur niður eða ef þau hafa beðið í nokkur ár. Biðlistinn er því bæði „barnvænn“ og „sveigjanlegur“. Ekkert barn er útilokað frá skólagöngu, en sum þurfa fyrst að dragast nægilega aftur úr, og foreldrar þeirra að þreytast nægilega mikið, til að þau geti hafið skólagöngu. Þetta er staðan í velferðarþjónustu Þetta hljómar fáránlega. Sem betur fer er þetta ekki staðan í grunnskólakerfinu. En svona er röksemdafærsla bæjarstjóra Kópavogs varðandi fötluð börn sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Á biðlista eftir stuðnings- og stoðþjónustu eru 105 börn. Samkvæmt áætlun vantar fjármagn fyrir 2.000 vinnustundum á mánuði til að mæta öllum sem eru á biðlista eftir lögbundinni stuðnings- og stoðþjónustu í Kópavogi. Þrátt fyrir það gerir bæjarstjóri aðeins ráð fyrir viðbótarfjármagni fyrir 500 tíma á mánuði í fjárhagsáætlun næsta árs. Það þýðir einfaldlega að stór hluti barna mun þurfa að bíða um ófyrirséðan tíma. Pólitísk forgangsröðun Þetta er pólitísk ákvörðun. Á sama tíma áformar meirihlutinn að byggja stúku númer tvö fyrir knattspyrnu í Kópavogi, fyrir 2,2 milljarða ásamt því að stæra sig af því að hafa lækkað fasteignaskatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili og að fasteignagjöld í Kópavogi séu nú lægst allra í stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar bæjarstjóri bætir svo við að meira fjármagn verði að koma frá ríkinu svo af þjónustunni geti orðið, jafngildir það í reynd því að halda fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra í gíslingu í pólitískri störukeppni við ríkið. Kostnaður eða fjárfesting til framtíðar? Auk þess er þessi nálgun gríðarlega þröngsýn. Fyrir utan það sem skiptir mestu máli, að fatlað fólk fái þá þjónustu og þau réttindi sem þeim ber, þá er hér líka um að ræða fjárfestingu sem skilar sér jafnvel margfalt til baka. Erlendar rannsóknir benda til þess að samfélagslegur ábati sé um 2-4 krónur til baka fyrir hverja krónu sem er veitt í velferðar- og stuðningsúrræði. Meðal annars dregur úr þjónustuþörf til lengri tíma, heilsufar batnar og atvinnuþátttaka eykst og þar með skattgreiðslur. Lögbundin þjónusta, sem ekki er veitt, þýðir ekki að kostnaðurinn hverfi, heldur færist hann einfaldlega yfir á aðstandendur, heilbrigðiskerfið og framtíðaríbúa Kópavogs. Tími til að breyta viðhorfinu Við þurfum viðhorfsbreytingu. Lögbundin velferðarþjónusta á ekki að vera afgangsstærð í fjárhagsáætlun. Bæði skólavist og velferðarþjónusta eru grunnréttindi barna í Kópavogi sem annars staðar. Við myndum aldrei sætta okkur við að aðeins hluti barna fengi aðgang að grunnskóla. Við eigum heldur ekki að sætta okkur við að fötluð börn þurfi að bíða eftir því að ástand þeirra versni nóg til að þau færist upp um forgangsflokk svo þau fái loks lögbundna þjónustu. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Theódóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs afgreitt fjárhagsáætlun næsta árs og liggur fyrir að um það bil helmingur barna á grunnskólaaldri mun geta sótt skóla í Kópavogi á árinu. Tæpur helmingur fer hins vegar á biðlista, enda ekki til fjármagn til að veita öllum börnum á aldrinum 6-15 ára menntun. Auðvitað myndum við vilja gera betur en við verðum að forgangsraða og við teljum okkur vera að dreifa fjármagninu með skynsamlegum hætti. Horft verður til þess að þau sem eru hvað verst sett fái skólavist, en önnur börn á skólaskyldualdri fara á biðlista. Sérstaklega verður horft til þess hvort til dæmis foreldrar hafi tök á að kenna þeim eitthvað heima, hvort þau eigi ömmu og afa sem geta hjálpað og hvort þau eigi systkini sem þau geti leikið sér við. Staða þeirra sem eru metin í lægri forgangsflokka verður hugsanlega endurskoðuð síðar, ef ástand þeirra versnar, stuðningur fjölskyldumeðlima fellur niður eða ef þau hafa beðið í nokkur ár. Biðlistinn er því bæði „barnvænn“ og „sveigjanlegur“. Ekkert barn er útilokað frá skólagöngu, en sum þurfa fyrst að dragast nægilega aftur úr, og foreldrar þeirra að þreytast nægilega mikið, til að þau geti hafið skólagöngu. Þetta er staðan í velferðarþjónustu Þetta hljómar fáránlega. Sem betur fer er þetta ekki staðan í grunnskólakerfinu. En svona er röksemdafærsla bæjarstjóra Kópavogs varðandi fötluð börn sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Á biðlista eftir stuðnings- og stoðþjónustu eru 105 börn. Samkvæmt áætlun vantar fjármagn fyrir 2.000 vinnustundum á mánuði til að mæta öllum sem eru á biðlista eftir lögbundinni stuðnings- og stoðþjónustu í Kópavogi. Þrátt fyrir það gerir bæjarstjóri aðeins ráð fyrir viðbótarfjármagni fyrir 500 tíma á mánuði í fjárhagsáætlun næsta árs. Það þýðir einfaldlega að stór hluti barna mun þurfa að bíða um ófyrirséðan tíma. Pólitísk forgangsröðun Þetta er pólitísk ákvörðun. Á sama tíma áformar meirihlutinn að byggja stúku númer tvö fyrir knattspyrnu í Kópavogi, fyrir 2,2 milljarða ásamt því að stæra sig af því að hafa lækkað fasteignaskatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili og að fasteignagjöld í Kópavogi séu nú lægst allra í stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar bæjarstjóri bætir svo við að meira fjármagn verði að koma frá ríkinu svo af þjónustunni geti orðið, jafngildir það í reynd því að halda fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra í gíslingu í pólitískri störukeppni við ríkið. Kostnaður eða fjárfesting til framtíðar? Auk þess er þessi nálgun gríðarlega þröngsýn. Fyrir utan það sem skiptir mestu máli, að fatlað fólk fái þá þjónustu og þau réttindi sem þeim ber, þá er hér líka um að ræða fjárfestingu sem skilar sér jafnvel margfalt til baka. Erlendar rannsóknir benda til þess að samfélagslegur ábati sé um 2-4 krónur til baka fyrir hverja krónu sem er veitt í velferðar- og stuðningsúrræði. Meðal annars dregur úr þjónustuþörf til lengri tíma, heilsufar batnar og atvinnuþátttaka eykst og þar með skattgreiðslur. Lögbundin þjónusta, sem ekki er veitt, þýðir ekki að kostnaðurinn hverfi, heldur færist hann einfaldlega yfir á aðstandendur, heilbrigðiskerfið og framtíðaríbúa Kópavogs. Tími til að breyta viðhorfinu Við þurfum viðhorfsbreytingu. Lögbundin velferðarþjónusta á ekki að vera afgangsstærð í fjárhagsáætlun. Bæði skólavist og velferðarþjónusta eru grunnréttindi barna í Kópavogi sem annars staðar. Við myndum aldrei sætta okkur við að aðeins hluti barna fengi aðgang að grunnskóla. Við eigum heldur ekki að sætta okkur við að fötluð börn þurfi að bíða eftir því að ástand þeirra versni nóg til að þau færist upp um forgangsflokk svo þau fái loks lögbundna þjónustu. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun