Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 13:16 Cristiano Ronaldo er svo velkominn á HM í Bandaríkjunum að sjálfur forsetinn Donald Trump bauð honum í heimsókn. Ronaldo er alls ekki sá eini sem fengið hefur bann stytt fyrir HM og er Mario Mandzukic annað dæmi. Samsett/Instagram/Getty Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira