„Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Aron Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 08:01 Bára Fanney Hálfdanardóttir, þjálfari, Edvard Þór Ingvarsson, leikmaður special olympics liðs Hauka og Helga Kristín Olsen, móðir Edvards. Vísir/Lýður Í dag fer fram sannkallaður Stjörnuleikur í Ólafssal á Ásvöllum þar sem að leikmenn special olympics liðs Hauka í körfubolta spila með stjörnum úr efstu deildum og landsliðum í körfubolta hér á landi og öllu verður til tjaldað. Þrír stjörnuleikir verða spilaðir og er frítt inn fyrir börn en fyrir litlar 500 krónur geta fullorðnir keypt miða en aðgangseyrir rennur óskiptur í ferðasjóð special olympics liðs Hauka sem er ætlað börnum með fatlanir. Körfuboltavika special olympics stendur nú yfir í Evrópu og Bára Fanney, þjálfari hjá Haukum, segir sína leikmenn mjög spennta fyrir laugardeginum þar sem að þau munu spila með og á móti leikmönnum úr efstu deild og landsliðum Íslands. „Þetta verður geggjuð upplifun. Þau hafa verið dugleg að mæta á leiki hjá meistaraflokkum og líka á landsleiki. Þau þekkja þessa leikmenn og því mikil spenna bæði fyrir því að spila á móti þeim en líka að vera með þeim í liði.“ Fann sig í körfuboltanum Edvard Þór Ingvarsson er einn þeirra leikmanna sem tekur þátt í stjörnuleikjunum þremur. Það er margt við körfuboltann hjá Haukum sem heillar hann. „Vinirnir sem þú færð með því. Þú getur hlupið, gert allt sem þú vilt, skotið á körfuna eins oft og þú getur. Það er alltaf gaman. Ég byrjaði að æfa þegar að ég fékk einhverfugreininguna þegar að ég var ellefu ára. Ég var bara að reyna finna íþrótt sem væri fyrir mig og þetta var í raun eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur.“ Einstaklingum mætt þar sem þeir eru Og góðu áhrifin sem körfuboltaiðkunin hefur á Edvard fara ekki fram hjá móður hans, Helgu Kristínu Olsen. „Edvard Þór er búinn að prófa ýmsar íþróttagreinar og maður er alltaf að reyna finna hvað hentar og passar sem og hvar áhugasviðið liggur. Hann byrjaði sem sagt í körfuboltanum hér hjá Haukum fyrir um sex og hálfu ári síðan og þetta svona smellpassaði. Þarna fann hann sig algjörlega. Það er náttúrulega svo rosalega mikilvægt fyrir alla að finna fyrir því að þeir séu góðir í einhverju. Hér er unnið frábært starf, mikil hvatning í gangi og einstaklingum er mætt þar sem að þeir eru. Svo er það félagslegi þátturinn sem skiptir okkur foreldrana gríðarlega miklu máli. Hann fær alveg útrás fyrir það hér í Haukunum.“ Hún segir stjörnuleiki dagsins ekki bara eftir að nýtast krökkunum hjá Haukum heldur einnig þeim stjörnum sem munu spila með og á móti þeim. „Þau eru með heilmikið keppnisskap hjá okkur og gríðarlegar framfarir sem hafa orðið hjá þeim undanfarin ár. Það er meiriháttar sem foreldri að taka eftir framförum, ekki bara hjá sínu eigin barni heldur hjá hans félögum. Ég held að þetta eigi líka eftir að gefa þeim leikmönnum sem eru að koma sem gestir til okkar heilmikið. Því þú færð ekki betri og skemmtilegri körfuboltamenn heldur en þessa.“ Samfélag sem er að stækka Margir leikmanna Hauka eru að fara spila á stórum velli, sérútbúnum treyjum og með alvöru umgjörð eins og sést í efstu deild í fyrsta skipti „Þessir krakkar mæta rosalega vel á æfingar,“ segir Bára þjálfari. „Þau eru áhugasöm, vilja læra körfubolta, bæta sig og keppnisskapið hjá þeim er mikið. Þeim finnst ótrúlega skemmtilegt að keppa.“ Einstakur hópur sem kemur að þjálfun hjá Haukum Special Olympics. Hingað til hefur lið Hauka þurft að fara erlendis til þess að keppa við önnur special olympics lið og er markmiðið með stjörnuleikjunum að safna í ferðasjóð fyrir liðið svo það geti keppt á fleiri mótum erlendis. En stutt gæti þó verið í að þau geti mætt svipuðum liðum hér á Íslandi því mikil gróska hefur verið í því starfi. „Það frábæra við þetta er að special olympics körfuboltasamfélagið hér á Íslandi er að stækka. Njarðvík byrjaði með lið núna í október, Vestri á Ísafirði hefur nú verið með starfandi lið í tvö ár og á Akureyri hafa verið körfuboltanámskeið og Fylkir býður upp á körfuboltaæfingar fyrir heyrnarskerta þar sem þjálfarinn notar táknmál. Svo er í boði hjólastólakörfubolti. Það er svo gaman að sjá þetta samfélag stækka og fleiri lið koma upp, við hlökkum bara til að fá að keppa á móti öðrum special olympics liðum hér á landi.“ Mun gefa allt í leikina Edvard er afar spenntur fyrir leikjum dagsins, hann býst við þó við erfiðum leikjum „Ég held að við munum tapa.“ En þið gefið allt í þetta? „Já, alltaf.“ Haukar Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Þrír stjörnuleikir verða spilaðir og er frítt inn fyrir börn en fyrir litlar 500 krónur geta fullorðnir keypt miða en aðgangseyrir rennur óskiptur í ferðasjóð special olympics liðs Hauka sem er ætlað börnum með fatlanir. Körfuboltavika special olympics stendur nú yfir í Evrópu og Bára Fanney, þjálfari hjá Haukum, segir sína leikmenn mjög spennta fyrir laugardeginum þar sem að þau munu spila með og á móti leikmönnum úr efstu deild og landsliðum Íslands. „Þetta verður geggjuð upplifun. Þau hafa verið dugleg að mæta á leiki hjá meistaraflokkum og líka á landsleiki. Þau þekkja þessa leikmenn og því mikil spenna bæði fyrir því að spila á móti þeim en líka að vera með þeim í liði.“ Fann sig í körfuboltanum Edvard Þór Ingvarsson er einn þeirra leikmanna sem tekur þátt í stjörnuleikjunum þremur. Það er margt við körfuboltann hjá Haukum sem heillar hann. „Vinirnir sem þú færð með því. Þú getur hlupið, gert allt sem þú vilt, skotið á körfuna eins oft og þú getur. Það er alltaf gaman. Ég byrjaði að æfa þegar að ég fékk einhverfugreininguna þegar að ég var ellefu ára. Ég var bara að reyna finna íþrótt sem væri fyrir mig og þetta var í raun eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur.“ Einstaklingum mætt þar sem þeir eru Og góðu áhrifin sem körfuboltaiðkunin hefur á Edvard fara ekki fram hjá móður hans, Helgu Kristínu Olsen. „Edvard Þór er búinn að prófa ýmsar íþróttagreinar og maður er alltaf að reyna finna hvað hentar og passar sem og hvar áhugasviðið liggur. Hann byrjaði sem sagt í körfuboltanum hér hjá Haukum fyrir um sex og hálfu ári síðan og þetta svona smellpassaði. Þarna fann hann sig algjörlega. Það er náttúrulega svo rosalega mikilvægt fyrir alla að finna fyrir því að þeir séu góðir í einhverju. Hér er unnið frábært starf, mikil hvatning í gangi og einstaklingum er mætt þar sem að þeir eru. Svo er það félagslegi þátturinn sem skiptir okkur foreldrana gríðarlega miklu máli. Hann fær alveg útrás fyrir það hér í Haukunum.“ Hún segir stjörnuleiki dagsins ekki bara eftir að nýtast krökkunum hjá Haukum heldur einnig þeim stjörnum sem munu spila með og á móti þeim. „Þau eru með heilmikið keppnisskap hjá okkur og gríðarlegar framfarir sem hafa orðið hjá þeim undanfarin ár. Það er meiriháttar sem foreldri að taka eftir framförum, ekki bara hjá sínu eigin barni heldur hjá hans félögum. Ég held að þetta eigi líka eftir að gefa þeim leikmönnum sem eru að koma sem gestir til okkar heilmikið. Því þú færð ekki betri og skemmtilegri körfuboltamenn heldur en þessa.“ Samfélag sem er að stækka Margir leikmanna Hauka eru að fara spila á stórum velli, sérútbúnum treyjum og með alvöru umgjörð eins og sést í efstu deild í fyrsta skipti „Þessir krakkar mæta rosalega vel á æfingar,“ segir Bára þjálfari. „Þau eru áhugasöm, vilja læra körfubolta, bæta sig og keppnisskapið hjá þeim er mikið. Þeim finnst ótrúlega skemmtilegt að keppa.“ Einstakur hópur sem kemur að þjálfun hjá Haukum Special Olympics. Hingað til hefur lið Hauka þurft að fara erlendis til þess að keppa við önnur special olympics lið og er markmiðið með stjörnuleikjunum að safna í ferðasjóð fyrir liðið svo það geti keppt á fleiri mótum erlendis. En stutt gæti þó verið í að þau geti mætt svipuðum liðum hér á Íslandi því mikil gróska hefur verið í því starfi. „Það frábæra við þetta er að special olympics körfuboltasamfélagið hér á Íslandi er að stækka. Njarðvík byrjaði með lið núna í október, Vestri á Ísafirði hefur nú verið með starfandi lið í tvö ár og á Akureyri hafa verið körfuboltanámskeið og Fylkir býður upp á körfuboltaæfingar fyrir heyrnarskerta þar sem þjálfarinn notar táknmál. Svo er í boði hjólastólakörfubolti. Það er svo gaman að sjá þetta samfélag stækka og fleiri lið koma upp, við hlökkum bara til að fá að keppa á móti öðrum special olympics liðum hér á landi.“ Mun gefa allt í leikina Edvard er afar spenntur fyrir leikjum dagsins, hann býst við þó við erfiðum leikjum „Ég held að við munum tapa.“ En þið gefið allt í þetta? „Já, alltaf.“
Haukar Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira