Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2025 06:31 Það voru tollverðir sem stöðvuðu mennina í Leifstöð. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira