Fótbolti

Sjáðu allar bestu vörslur um­ferðarinnar

Siggeir Ævarsson skrifar
Jordan Pickford var klobbaður í leik Everton og Newcastle en varði líka vel á köflum.
Jordan Pickford var klobbaður í leik Everton og Newcastle en varði líka vel á köflum. Vísir/Getty

Markmennirnir í enska boltanum voru nokkuð áberandi í leikjum helgarinnar. Jordan Pickford lét klobba sig þegar Everton steinlá gegn Newcastle og Guglielmo Vicario færði Fulham mark á silfurfati með skógarhlaupi.

En þrátt fyrir nokkur skrautleg atvik í umferðinni þá voru líka ófáar frábærar markvörslur sem litu dagsins ljós og á umræddur Pickford meðal annars eina þeirra.

Þá voru fleiri sem þurftu að taka á honum stóra sínum. Emiliano Martínez markvörður Aston Villa átti til dæmis stórkostlega vörslu í slá og sló boltann svo af línunni strax í kjölfarið. Þá þurfti Robert Sánchez, markvörður Chelsea, að bregðast við eins og köttur í leik Chelsea og Arsenal í dag, svo einhverjar vörslur séu nefndar.

Allar bestu vörslur helgarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Bestu vörslurnar úr 13. umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×