Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2025 14:35 Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir eitt helsta markmið nýrrar tungumálastefnu að tryggja öryggi sjúklinga. Landspítalinn Landspítalinn hefur samþykkt nýja tungumálastefnu þar sem gert er ráð fyrir að allt starfsfólk spítalans hafi einhverja færni í íslensku. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær. Þar kom fram að fyrst verði þessar kröfur gerðar til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslækna. Samkvæmt stefnunni verður íslenskukunnátta nú eitt skilyrða fyrir því að færast á milli starfslýsinga. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk nú geta, með betri íslenskukunnáttu og að annarri hæfni uppfylltri, fært sig í annað starf og þannig fengið launahækkun. Starfslýsingar hafi þannig verið uppfærðar til að taka mið af færni í íslensku eins og annarri færni. Á spítalanum starfi til dæmis hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum A til D4. Til að færast á milli starfslýsinga þurfi hjúkrunarfræðingar að vinna í ákveðið langan tíma og fara á ýmis námskeið. Alls taki það hjúkrunarfræðinga um níu ár að fara frá A yfir í D4. „Það er þá starfslýsingin sem felur í sér launahækkun, ekki íslenskukunnáttan ein og sér. Þú tekur á þig aukna ábyrgð og ert með meiri reynslu, þá hækkarðu í launum. Þú hækkar ekki bara út af íslenskunni,“ segir Ólafur um breytinguna. Hann segir áherslu á hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslækna því þau séu í miklum samskiptum við sjúklinga. „Þetta er fólkið sem er allan sólarhringinn í samskiptum við sjúklingana á deildunum. Þannig að þeir eru í mestu dagsdaglegu samskiptunum. Sérnámslæknarnir eru þó alltaf með sérfræðingunum, þannig að ef við erum með erlendan sérfræðing, þá ertu með sérnámslækni sem talar íslensku.“ Hann segir innleiðingu hefjast á þessum þremur starfsgreinum en stefnan taki mið af öllum spítalanum og öllum sem starfa á honum. „Við byrjum bara á þessu.“ Erfitt að tala annað tungumál í streituvaldandi aðstæðum Ólafur segir óvíst hversu hátt hlutfall starfsfólks tali ekki íslensku, það sé í raun erfitt að áætla það. Um 11 prósent hjúkrunarfræðinga sé með erlent ríkisfang en mörg þeirra tali íslensku. Þá sé eitthvað hlutfall með íslenskan ríkisborgararétt en sé enn að læra. Hann segir hafa verið ákveðið að fara í þessa vinnu vegna aukins fjölda erlends starfsfólks á spítalanum. „Það er ákveðið öryggisatriði að þau skilji það sem sjúklingarnir segja og sjúklingarnir skilji það sem að þau segja.“ Hann segir það oft þannig að þegar fólk leitar til þeirra á spítalanum þá er það í streituvaldandi aðstæðum og þó að það kunni ensku þá geti það illa talað hana í þeim aðstæðum. Þess vegna sé þetta mikið öryggisatriði fyrir sjúklinga. „Maður hittir fólk sem er vel að sér í ensku en er svo allt í einu komið í streituvaldandi aðstæður vegna ættingja eða sín sjálfs og þá getur það ekki endilega lýst því sem er að gerast á ensku eins vel og það myndi gera á íslensku.“ Auk þess hafi skilyrði um íslenskukunnáttu nýlega verið tekin úr reglugerð um útgáfu starfsleyfa heilbrigðisstarfsfólks og ákveðið að hver stofnun myndi taka ábyrgð á að tryggja að starfsfólk hafi hæfni í íslensku. Kennir íslensku á Landakoti Tveir sérfræðingar á mannauðssviði bera ábyrgð á innleiðingu verkefnisins en auk þess hefur verið ráðinn íslenskukennari til starfa á Landakoti. „Þar er hæsta hlutfallið af starfsfólki í umönnun og hjúkrun. Við erum náttúrulega bara að byrja og munum þróa þetta eftir því hvar þörfin er mest. En við vitum að mesta þörfin er á Landakoti núna.“ Fyrir er spítalinn með samning við Mími um íslenskukennslu og segir Ólafur að fólk fái fyrstu tvö starfsárin að sinna því námi á vinnutíma. Auk þess er núna búið er að gera samning við Háskólann á Bifröst um að framkvæma stöðupróf. Stöðuprófin verða prufukeyrð í janúar á hjúkrunarfræðingum sem eiga von á því að fara upp í starfslýsingu. Ólafur ítrekar að stefnan hafi verið unnin í mikilli samvinnu við erlent starfsfólk spítalans. Það hafi kallað eftir því að kröfur væru skýrar miðað við starfslýsingar. „Flest fólk sem flytur hingað til að vinna í heilbrigðiskerfinu vill læra íslensku og hefur metnað fyrir starfinu og faginu.“ Nýjar kröfur til nýs starfsfólks Hann segir þessar kröfur ekki eiga við um starfsfólk sem kemur kannski í stuttan tíma. Til dæmis hjartaskurðlækni sem stoppi á landinu í tvær vikur. Til þeirra sé gerð krafa um að tala sæmilega ensku, eða B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Hann segir að samkvæmt stefnunni verði gerðar kröfur til nýrra hjúkrunarfræðinga um að tala íslensku samkvæmt A1 í evrópska tungumálarammanum. Þá skilur fólk algeng orð og getur mótað einfaldar setningar um sjálft sig og fjölskyldu sína. Landspítalinn Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk nú geta, með betri íslenskukunnáttu og að annarri hæfni uppfylltri, fært sig í annað starf og þannig fengið launahækkun. Starfslýsingar hafi þannig verið uppfærðar til að taka mið af færni í íslensku eins og annarri færni. Á spítalanum starfi til dæmis hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum A til D4. Til að færast á milli starfslýsinga þurfi hjúkrunarfræðingar að vinna í ákveðið langan tíma og fara á ýmis námskeið. Alls taki það hjúkrunarfræðinga um níu ár að fara frá A yfir í D4. „Það er þá starfslýsingin sem felur í sér launahækkun, ekki íslenskukunnáttan ein og sér. Þú tekur á þig aukna ábyrgð og ert með meiri reynslu, þá hækkarðu í launum. Þú hækkar ekki bara út af íslenskunni,“ segir Ólafur um breytinguna. Hann segir áherslu á hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslækna því þau séu í miklum samskiptum við sjúklinga. „Þetta er fólkið sem er allan sólarhringinn í samskiptum við sjúklingana á deildunum. Þannig að þeir eru í mestu dagsdaglegu samskiptunum. Sérnámslæknarnir eru þó alltaf með sérfræðingunum, þannig að ef við erum með erlendan sérfræðing, þá ertu með sérnámslækni sem talar íslensku.“ Hann segir innleiðingu hefjast á þessum þremur starfsgreinum en stefnan taki mið af öllum spítalanum og öllum sem starfa á honum. „Við byrjum bara á þessu.“ Erfitt að tala annað tungumál í streituvaldandi aðstæðum Ólafur segir óvíst hversu hátt hlutfall starfsfólks tali ekki íslensku, það sé í raun erfitt að áætla það. Um 11 prósent hjúkrunarfræðinga sé með erlent ríkisfang en mörg þeirra tali íslensku. Þá sé eitthvað hlutfall með íslenskan ríkisborgararétt en sé enn að læra. Hann segir hafa verið ákveðið að fara í þessa vinnu vegna aukins fjölda erlends starfsfólks á spítalanum. „Það er ákveðið öryggisatriði að þau skilji það sem sjúklingarnir segja og sjúklingarnir skilji það sem að þau segja.“ Hann segir það oft þannig að þegar fólk leitar til þeirra á spítalanum þá er það í streituvaldandi aðstæðum og þó að það kunni ensku þá geti það illa talað hana í þeim aðstæðum. Þess vegna sé þetta mikið öryggisatriði fyrir sjúklinga. „Maður hittir fólk sem er vel að sér í ensku en er svo allt í einu komið í streituvaldandi aðstæður vegna ættingja eða sín sjálfs og þá getur það ekki endilega lýst því sem er að gerast á ensku eins vel og það myndi gera á íslensku.“ Auk þess hafi skilyrði um íslenskukunnáttu nýlega verið tekin úr reglugerð um útgáfu starfsleyfa heilbrigðisstarfsfólks og ákveðið að hver stofnun myndi taka ábyrgð á að tryggja að starfsfólk hafi hæfni í íslensku. Kennir íslensku á Landakoti Tveir sérfræðingar á mannauðssviði bera ábyrgð á innleiðingu verkefnisins en auk þess hefur verið ráðinn íslenskukennari til starfa á Landakoti. „Þar er hæsta hlutfallið af starfsfólki í umönnun og hjúkrun. Við erum náttúrulega bara að byrja og munum þróa þetta eftir því hvar þörfin er mest. En við vitum að mesta þörfin er á Landakoti núna.“ Fyrir er spítalinn með samning við Mími um íslenskukennslu og segir Ólafur að fólk fái fyrstu tvö starfsárin að sinna því námi á vinnutíma. Auk þess er núna búið er að gera samning við Háskólann á Bifröst um að framkvæma stöðupróf. Stöðuprófin verða prufukeyrð í janúar á hjúkrunarfræðingum sem eiga von á því að fara upp í starfslýsingu. Ólafur ítrekar að stefnan hafi verið unnin í mikilli samvinnu við erlent starfsfólk spítalans. Það hafi kallað eftir því að kröfur væru skýrar miðað við starfslýsingar. „Flest fólk sem flytur hingað til að vinna í heilbrigðiskerfinu vill læra íslensku og hefur metnað fyrir starfinu og faginu.“ Nýjar kröfur til nýs starfsfólks Hann segir þessar kröfur ekki eiga við um starfsfólk sem kemur kannski í stuttan tíma. Til dæmis hjartaskurðlækni sem stoppi á landinu í tvær vikur. Til þeirra sé gerð krafa um að tala sæmilega ensku, eða B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Hann segir að samkvæmt stefnunni verði gerðar kröfur til nýrra hjúkrunarfræðinga um að tala íslensku samkvæmt A1 í evrópska tungumálarammanum. Þá skilur fólk algeng orð og getur mótað einfaldar setningar um sjálft sig og fjölskyldu sína.
Landspítalinn Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira