Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 12:00 Eto'o gengur vasklega fram sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins og á í hörðum deilum við íþróttaráðuneyti Kamerún. AP Photo/Steve Luciano, File Fótboltaheimur Kamerún logar í aðdraganda Afríkukeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Samuel Eto'o, forseti kamerúnska knattspyrnusambandins, opinberaði í gær leikmannahóp liðsins fyrir komandi mót og rak þjálfara liðsins í leiðinni. Miklar deilur hafa staðið milli knattspyrnusambands landsins og íþróttaráðuneytis Kamerún síðustu misseri. Belginn Marc Brys var ráðinn landsliðsþjálfari í apríl 2024 af íþróttaráðuneytinu, ráðning sem Eto'o hefur reynt að vinda ofan af síðan. Belginn Marc Brys fær kaldar kveðju frá kamerúnsku stjörnunni.Isosport/MB Media/Getty Images Stórstjarnan Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona og Inter Milan, var endurkjörinn sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, Fecafoot, í síðustu viku og gekk vasklega til verks að reka Brys með endurnýjuðu umboði. Uppsögn Brys fylgdi harðorð yfirlýsing þar sem Belginn sætir löngum lista ásakana. Hann er meðal annars sagður hafa hvatt leikmenn til að ögra knattspyrnusambandinu og sömuleiðis átt samstarf við óþekkta einstaklinga innan sambandsins til að grafa undan starfsemi þess. Hann er einnig sakaður um að mæta ekki á fundi, neita að upplýsa um æfingaáætlanir sínar, stofna samskiptum við styrktaraðila í hættu, birta ekki leikmannahóp sinn á réttum tíma og nota „blekkingar til að komast hjá faglegri skyldu sinni til að halda blaðamannafundi“. Nýr þjálfari og umdeildur leikmannahópur Á mótinu mun David Pagou stýra kamerúnska liðinu. Sá er reynslumikill heimamaður sem var í starfsteymi Brys og hefur stýrt liðum í efstu deild Kamerún um árabil. Hópur Pagou vekur athygli. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er André Onana, fyrrum markvörður Manchester United, og ein stærsta stjarna kamerúnska liðsins, ekki í landsliðshópnum fyrir komandi keppni. Fyrirliðinn og aðal framherji liðsins, Vincent Aboubakar, er einnig utan hóps, sem og André-Frank Zambo Anguissa, leikmaður Napoli, og Michael Ngadeu. Zambo Anguissa hefur glímt við meiðsli að undanförnu en engin skýring fylgir fjarveru hinna þriggja lykilmanna liðsins. Rekinn eftir tvo mánuði og ráðinn tveimur dögum síðar Þjálfarasaga kamerúnska liðsins er skrautleg í forsetatíð Eto'o, sem var fyrst kjörinn forseti Fecafoot í desember 2021. Hann rak portúgalska stjórann Toni Conceicao eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni á heimavelli. Sá brottrekstur var í óþökk íþróttamálaráðuneytisins. Rigobert Song, fyrrum liðsfélagi Eto'o í landsliðinu, tók við stjórnartaumunum samkvæmt tilskipun forseta landsins, Paul Biya. Eto'o er þó sagður hafa sjálfur á því að ráða Song, einnig. Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010 og settist síðar á þjálfarastól liðsins.vísir/getty Song stýrði liðinu á HM í Katar 2022, þar sem André Onana fór snemma heim, en Song var svo rekinn eftir slaka frammistöðu á síðasta Afríkumóti. Áðurnefndur Brys var þá ráðinn af ráðuneytinu og birti knattspyrnusambandið í kjölfarið yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir mikilli furðu á ráðningunni. Hann var rekinn af sambandinu tveimur mánuðum eftir ráðninguna í kjölfar hávaðarifrildis við Eto'o. Hann var hins vegar endurráðinn tveimur dögum eftir þann brottrekstur og hefur verið við stjórnvölin síðan, í óþökk Eto'o sem virðist nú loks hafa fengið sínu framgengt. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi kamerúnska liðsins undir leiðsögn nýs manns Eto'o, David Pagou. Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið milli knattspyrnusambands landsins og íþróttaráðuneytis Kamerún síðustu misseri. Belginn Marc Brys var ráðinn landsliðsþjálfari í apríl 2024 af íþróttaráðuneytinu, ráðning sem Eto'o hefur reynt að vinda ofan af síðan. Belginn Marc Brys fær kaldar kveðju frá kamerúnsku stjörnunni.Isosport/MB Media/Getty Images Stórstjarnan Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona og Inter Milan, var endurkjörinn sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, Fecafoot, í síðustu viku og gekk vasklega til verks að reka Brys með endurnýjuðu umboði. Uppsögn Brys fylgdi harðorð yfirlýsing þar sem Belginn sætir löngum lista ásakana. Hann er meðal annars sagður hafa hvatt leikmenn til að ögra knattspyrnusambandinu og sömuleiðis átt samstarf við óþekkta einstaklinga innan sambandsins til að grafa undan starfsemi þess. Hann er einnig sakaður um að mæta ekki á fundi, neita að upplýsa um æfingaáætlanir sínar, stofna samskiptum við styrktaraðila í hættu, birta ekki leikmannahóp sinn á réttum tíma og nota „blekkingar til að komast hjá faglegri skyldu sinni til að halda blaðamannafundi“. Nýr þjálfari og umdeildur leikmannahópur Á mótinu mun David Pagou stýra kamerúnska liðinu. Sá er reynslumikill heimamaður sem var í starfsteymi Brys og hefur stýrt liðum í efstu deild Kamerún um árabil. Hópur Pagou vekur athygli. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er André Onana, fyrrum markvörður Manchester United, og ein stærsta stjarna kamerúnska liðsins, ekki í landsliðshópnum fyrir komandi keppni. Fyrirliðinn og aðal framherji liðsins, Vincent Aboubakar, er einnig utan hóps, sem og André-Frank Zambo Anguissa, leikmaður Napoli, og Michael Ngadeu. Zambo Anguissa hefur glímt við meiðsli að undanförnu en engin skýring fylgir fjarveru hinna þriggja lykilmanna liðsins. Rekinn eftir tvo mánuði og ráðinn tveimur dögum síðar Þjálfarasaga kamerúnska liðsins er skrautleg í forsetatíð Eto'o, sem var fyrst kjörinn forseti Fecafoot í desember 2021. Hann rak portúgalska stjórann Toni Conceicao eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni á heimavelli. Sá brottrekstur var í óþökk íþróttamálaráðuneytisins. Rigobert Song, fyrrum liðsfélagi Eto'o í landsliðinu, tók við stjórnartaumunum samkvæmt tilskipun forseta landsins, Paul Biya. Eto'o er þó sagður hafa sjálfur á því að ráða Song, einnig. Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010 og settist síðar á þjálfarastól liðsins.vísir/getty Song stýrði liðinu á HM í Katar 2022, þar sem André Onana fór snemma heim, en Song var svo rekinn eftir slaka frammistöðu á síðasta Afríkumóti. Áðurnefndur Brys var þá ráðinn af ráðuneytinu og birti knattspyrnusambandið í kjölfarið yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir mikilli furðu á ráðningunni. Hann var rekinn af sambandinu tveimur mánuðum eftir ráðninguna í kjölfar hávaðarifrildis við Eto'o. Hann var hins vegar endurráðinn tveimur dögum eftir þann brottrekstur og hefur verið við stjórnvölin síðan, í óþökk Eto'o sem virðist nú loks hafa fengið sínu framgengt. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi kamerúnska liðsins undir leiðsögn nýs manns Eto'o, David Pagou.
Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira