Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Forlagið 5. desember 2025 12:30 Spennusagan Lokar augum blám eftir Margréti S. Höskuldsdóttur er þriðja skáldsaga hennar og önnur bókin sem fjallar um lögregluteymið Rögnu og Berg. Nýlega kom út hjá Forlaginu spennusagan Lokar augum blám eftir Margréti S. Höskuldsdóttur. Þetta er þriðja skáldsaga hennar og önnur bókin sem fjallar um lögregluteymið Rögnu og Berg en sú fyrri, Í djúpinu, kom út árið 2024. Fyrsta skáldsaga Margrétar, Dalurinn, kom út árið 2022. Sögur Margrétar eiga það sameiginlegt að gerast á Vestfjörðum en höfundur nýtir sér ægifagra vestfirska náttúru til að kynda undir dulúð og spennu. Hvaðan sprettur hugmyndin að sögunni? „Ég vildi fjalla um sjóeldi á Vestfjörðum og tengja það við einhverskonar óhugnað, jafnvel eitthvað yfirnáttúrulegt. Þar kemur gamla húsið til sögunnar. Þannig að þetta voru svona útgangspunktarnir sem fléttast svo saman í eina heild.“ Sagan segir frá tveimur ungum kajakræðurum sem hverfa sporlaust vestur í Dýrafirði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bergur er fluttur á Flateyri og tekur málið að sér ásamt fyrrverandi samstarfskonu sinni, Rögnu, sem er kölluð vestur. Á sama tíma vinnur par að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri. Eftir ógæfusöm ár í höfuðborginni þrá þau kyrrlátt líf á fallegum stað en húsið reynist eiga sér nöturlega sögu. Þetta er önnur spennusaga þín um Berg og Rögnu. Er stefnan sett á stóran bókaflokk um þau? „Á þessum tímapunkti veit ég ekki alveg hversu stór hann verður en ég er allavega með tvær til viðbótar um þau, hugsanlega fleiri. Akkúrat núna er það Bergur sem á sviðið og fær að halda því í næstu bók en hver veit nema að Ragna fari að heimta meira pláss aftur og þurfi sína bók.“ Það er ánægjuleg þróun að sífellt fleiri rithöfundar skrifa glæpasögur sem gerast utan höfuðborgarsvæðisins. Heldur þú að það muni auka enn frekar vinsældir glæpasagna hér á landi? „Ég fagna þessari þróun og það er ekki spurning að sögusvið utan höfuðborgarsvæðisins geti aukið vinsældir glæpasagna. Það gefur bókunum auka vídd að sögusviðið sé á landsbyggðinni og gefur höfundum öðruvísi tækifæri til sköpunar ... og hvað er betra en einangrun, náttúrufegurð og myrkur til þess að skapa krassandi glæpasögu?“ Útgáfuréttur bókarinnar Í djúpinu hefur þegar verið seldur til Þýskalands? Ertu spennt yfir þessu tækifæri og hvaða væntingar hefur þú til útbreiðslu bókanna á erlendum vettvangi? „Ég er mjög spennt fyrir þessu og vona að bókin nái til sem flestra þýskumælandi lesenda. Mér skilst að þýski glæpasagnamarkaðurinn sé ansi sterkur þannig að það er virkilega gaman að fá að bætast í þann hóp.“ Hvað ertu helst að lesa þessa dagana og fyrir hvaða nýjum bókum ertu spennt fyrir? „Ég les mjög mikið af glæpasögum en reyni nú að grípa í öðruvísi bækur líka, til að fá smá fjölbreytni í lesturinn. Nýlega kláraði ég Stjörnurnar yfir Eyjafirði eftir Ásu Marin sem ég mæli heilshugar með upp á jólastemminguna. Svo fékk ég Franska spítalann eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur í afmælisgjöf og er nýbyrjuð á henni, hún lofar góðu. Það eru svo þó nokkrar bækur komnar á jólaóskalistann enda mjög margt spennandi að koma út fyrir þessi jól. Ég er í mjög góðum málum með lestrarefni þessa dagana og staflinn af bókum sem bíða í röð eftir að verða lesnar eru meðal annars: Silfurberg eftir Sesselíu Ólafs, Young Mungo eftir Douglas Stuart og The WeddingPeople eftir Alison Espach. Svo keyptum við hjónin reyndar tvo jólakrimma á Írlandi í haust sem fá mjög líklega að skjótast fram fyrir röðina; Murder at Misteltoe Manor eftir F.L. Everett og The 12 days of Murder eftir Andreina Cordani. Það er fátt notalegra en að skríða undir teppi með góðan jólakrimma og konfekt um jólin.“ Margrét S. Höskuldsdóttir er fædd árið 1972 á Þingeyri í Dýrafirði en flutti til höfuðborgarinnar á unglingsárum. Margrét er með B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og hefur lengst af starfað sem grunnskólakennari. Hún er einnig með meistaragráðu í Listfræði frá Háskólanum í Edinborg. Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Sjá meira
Fyrsta skáldsaga Margrétar, Dalurinn, kom út árið 2022. Sögur Margrétar eiga það sameiginlegt að gerast á Vestfjörðum en höfundur nýtir sér ægifagra vestfirska náttúru til að kynda undir dulúð og spennu. Hvaðan sprettur hugmyndin að sögunni? „Ég vildi fjalla um sjóeldi á Vestfjörðum og tengja það við einhverskonar óhugnað, jafnvel eitthvað yfirnáttúrulegt. Þar kemur gamla húsið til sögunnar. Þannig að þetta voru svona útgangspunktarnir sem fléttast svo saman í eina heild.“ Sagan segir frá tveimur ungum kajakræðurum sem hverfa sporlaust vestur í Dýrafirði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bergur er fluttur á Flateyri og tekur málið að sér ásamt fyrrverandi samstarfskonu sinni, Rögnu, sem er kölluð vestur. Á sama tíma vinnur par að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri. Eftir ógæfusöm ár í höfuðborginni þrá þau kyrrlátt líf á fallegum stað en húsið reynist eiga sér nöturlega sögu. Þetta er önnur spennusaga þín um Berg og Rögnu. Er stefnan sett á stóran bókaflokk um þau? „Á þessum tímapunkti veit ég ekki alveg hversu stór hann verður en ég er allavega með tvær til viðbótar um þau, hugsanlega fleiri. Akkúrat núna er það Bergur sem á sviðið og fær að halda því í næstu bók en hver veit nema að Ragna fari að heimta meira pláss aftur og þurfi sína bók.“ Það er ánægjuleg þróun að sífellt fleiri rithöfundar skrifa glæpasögur sem gerast utan höfuðborgarsvæðisins. Heldur þú að það muni auka enn frekar vinsældir glæpasagna hér á landi? „Ég fagna þessari þróun og það er ekki spurning að sögusvið utan höfuðborgarsvæðisins geti aukið vinsældir glæpasagna. Það gefur bókunum auka vídd að sögusviðið sé á landsbyggðinni og gefur höfundum öðruvísi tækifæri til sköpunar ... og hvað er betra en einangrun, náttúrufegurð og myrkur til þess að skapa krassandi glæpasögu?“ Útgáfuréttur bókarinnar Í djúpinu hefur þegar verið seldur til Þýskalands? Ertu spennt yfir þessu tækifæri og hvaða væntingar hefur þú til útbreiðslu bókanna á erlendum vettvangi? „Ég er mjög spennt fyrir þessu og vona að bókin nái til sem flestra þýskumælandi lesenda. Mér skilst að þýski glæpasagnamarkaðurinn sé ansi sterkur þannig að það er virkilega gaman að fá að bætast í þann hóp.“ Hvað ertu helst að lesa þessa dagana og fyrir hvaða nýjum bókum ertu spennt fyrir? „Ég les mjög mikið af glæpasögum en reyni nú að grípa í öðruvísi bækur líka, til að fá smá fjölbreytni í lesturinn. Nýlega kláraði ég Stjörnurnar yfir Eyjafirði eftir Ásu Marin sem ég mæli heilshugar með upp á jólastemminguna. Svo fékk ég Franska spítalann eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur í afmælisgjöf og er nýbyrjuð á henni, hún lofar góðu. Það eru svo þó nokkrar bækur komnar á jólaóskalistann enda mjög margt spennandi að koma út fyrir þessi jól. Ég er í mjög góðum málum með lestrarefni þessa dagana og staflinn af bókum sem bíða í röð eftir að verða lesnar eru meðal annars: Silfurberg eftir Sesselíu Ólafs, Young Mungo eftir Douglas Stuart og The WeddingPeople eftir Alison Espach. Svo keyptum við hjónin reyndar tvo jólakrimma á Írlandi í haust sem fá mjög líklega að skjótast fram fyrir röðina; Murder at Misteltoe Manor eftir F.L. Everett og The 12 days of Murder eftir Andreina Cordani. Það er fátt notalegra en að skríða undir teppi með góðan jólakrimma og konfekt um jólin.“ Margrét S. Höskuldsdóttir er fædd árið 1972 á Þingeyri í Dýrafirði en flutti til höfuðborgarinnar á unglingsárum. Margrét er með B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og hefur lengst af starfað sem grunnskólakennari. Hún er einnig með meistaragráðu í Listfræði frá Háskólanum í Edinborg.
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Sjá meira