Vilja koma á óhollustuskatti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2025 21:21 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Vísir/Bjarki Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra. Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra.
Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira