Innlent

Fjórir hand­teknir fyrir að smygla gríðar­legu magni fíkni­efna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fjórir hafa verið handteknir.
Fjórir hafa verið handteknir. Lögreglan

Tvö umfangsmikil fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málanna.

Um er að ræða tvö aðskilin mál. Í öðru þeirra var lagt hald á 53 kíló af hassi en í hinu níu lítra af kókaínvökva. Bæði var falið í bílum sem komu til landsins í Seyðisfirði með Norrænu.

Bílarnir tveir voru báðir eltir af lögreglu og voru fjórir handteknir í framhaldinu, þrír í öðru málinu en einn í hinu. Um er að ræað erlenda ríkisborgara sem ekki nein tengsl við Ísland. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðahldi frá því málin komu upp en samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni rennur gæsluvarðhaldið út í næstu viku.

Bæði málin voru unnin í samvinnu við lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Austurlandi og Tollgæslunnar. Þá aðstoðaði einnig lögreglan á Norðurlandi eystra og sérsveit ríkislögreglustjóra.

Í viðtali við Vísi sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Austurlandi að handlagningar á Seyðisfirði í tengslum við Norrænu hafa verið talsvert fleiri en síðustu ár. 

„Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár. Í flestum tilvikum finnast efnin í ökutækjum á leið úr eða við Norrænu,“ sagði Kristján.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×